Ljósanótt í Reykjanesbæ 2019

Reykjanesbær hefur umsjón með hátíðinni sem nú verður haldin í 20. sinn dagana 4.- 8. september 2019.

Áhersla er lögð á viðamiklar uppákomur frá miðvikudegi til sunnudags en hámarki nær hátíðin á laugardegi með lýsingu Bergsins og glæsilegri flugeldasýningu.

Sölupláss á Ljósanótt

Þeir einstaklingar og félagasamtök sem hyggjast vera með sölu af einhverju tagi á Ljósanótt 2019 eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við umsjónarmann söluplássa á netfangið sala@ljosanott.is  eða í síma 847 2503 og tilkynna um þátttöku. Leyfilegt er að vera með torgsölu frá fimmtudeginum 5. til sunnudagsins 8. september.

Nánar um sölupláss á Ljósanótt hér. 

Þeir sem hyggjast selja matvæli þurfa að hafa leyfi frá viðkomandi heilbrigðiseftirliti (leggja þarf fram gilt starfsleyfi heilbrigðiseftirlits sveitarfélags).  Umsóknareyðublað er að finna hér.

Tjöld/vagnar þurfa að uppfylla brunavarnir skv. leiðbeiningum um "Brunavarnir í samkomutjöldum 71.4 Br. 2. Sjá nánar hér.

 Dagskrárviðburðir á Ljósanótt

  • Dagskrá verður birt á vefnum ljosanott.is eftir því sem hún tekur á sig mynd. Nýr vefur er í vinnslu og fer í loftið 1.ágúst.
  • Þegar vefurinn fer í loftið þurfa þeir sem standa fyrir viðburði að skrá þá beint inn á vefinn. Viðburðurinn verður birtur á vefnum eftir að hann hefur verið samþykktur.
  • Á meðan beðið er eftir nýjum vef  má sjá upplýsingar hér að neðan um fasta dagskrárliði hátíðarinnar.

DRÖG AÐ DAGSKRÁ

ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER

KL. 19:30            SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Í HLJÓMAHÖLL - HLJÓMAHÖLL

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur tónleika í fyrsta sinn í Hljómahöll. 

MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER

KL. 16:30            SETNINGARATHÖFN LJÓSANÆTUR - SKRÚÐGARÐURINN Í KEFLAVÍK

Setningarathöfn Ljósanætur með grunnskólabörnum og fjölskyldum. Nánari dagskrá síðar.

KL. 20:00            MANSTU EFTIR EYDÍSI? - HLJÓMAHÖLL

Hátíðarsýning Ljósanætur „Manstu eftir Eydísi?“ sem að þessu sinni verður haldin í Hljómahöll. Sýningin er tímaferðalag aftur til áranna þegar Eydís var ung, þar sem koma við sögu Hensongallar og Don Cano, Tab og Sinalco, kvikmyndastjörnurnar Stallone, Michael J. Fox, Molly Ringvald og Demi More og síðast en ekki síst verður tónlistin í aðalhlutverki. Þar má nefna Duran Duran, Wham, Simple Minds, Bruce springsteen og Blondie svo ekki sé minnst á ballöður Foreigner.

Söngvarar sýningarinnar eru ekki af verri endanum en það eru þau Jón Jósep, Jóhanna Guðrún, Jógvan og Hera. Jóhanna Guðrún hefur áður sungið Með blik í auga en hinir söngvararnir eru nýliðar á sýningunni sem nú er haldin í 9. sinn.

Þar sem Hljómahöll tekur færri gesti í sæti en Andrews Theate verða menn að hafa hraðar hendur en miðafjöldi verður takmarkaður á sýninguna. Boðið verður upp á þrennar sýningar líkt og áður. Frumsýning er 4. september kl. 20 og tvær sýningar verða í Hljómahöll á sunnudeginum 8. september kl. 16 og 20.00.
Miðasala á www.tix.is 

FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER

KL. 17 – 19         LJÓSANÆTURSKEMMTUN FYRIR 5.-7. BEKK - FJÖRHEIMAR

Ljósanæturskemmtun fyrir 5.-7. bekk. Nánar síðar.

KL. 18:00            OPNUN LJÓSANÆTURSÝNINGA Í DUUS SAFNAHÚSUM - DUUS SAFNAHÚS

Verið velkomin við formlega opnun nýrra Ljósanætursýninga Listasafns Reykjanesbæjar fimmtudaginn 5. september kl. 18:00.

Fjölbreytnin verður í fyrirrúmi á glæsilegum sýningum í 8 sýningarsölum Duushúsa á Ljósanótt. Aðalsýning Listasafns Reykjanesbæjar verður sýning á grafíkverkum eftir pólska samtímalistamenn sem flutt verða inn í tilefni hátíðarinnar. Nánar síðar.

Kl. 18:00             OPNUN LISTSÝNINGA UM ALLAN BÆ

Ávallt er mikið um dýrðir seinnipart fimmtudags og fram á kvöld þegar listsýningar opna hver á fætur annarri víðs vegar um bæinn. Mikil stemning skapast í bænum á þessu kvöldi, verslanir eru með góð tilboð og heimamenn og þeirra gestir flykkjast á sýningarnar og eiga saman frábæra kvöldstund. Sýningarnar standa svo opnar fram á sunnudag.

KL. 19:00            SUNDLAUGARPARTÝ FYRIR 5.-7. BEKK - SUNDMIÐSTÖÐ REYKJANESBÆJAR

Sundmiðstöð Reykjanesbæjar býður öllum krökkum í 5.-7. bekk í sundlaugarpartý í tilefni Ljósanætur. Það verður DJ á staðnum sem sér um að halda uppi dúndur stemningu í lauginni. Allir að mæta og hafa gaman. Krakkar í 5.-7. bekk, um að gera að taka sundfötin með á Ljósanæturskemmtunina í Fjörheimum sem hefst kl 17.00 og skella sér að því loknu í meira fjör í lauginni. Hvernig væri að hvetja bekkjarsystkinin til að mæta saman? Höfum gaman saman! 

FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER

KL. 12:15 – 12:45            OPIN SÖNGSTUND Í RÁÐHÚSI REYKJANESBÆJAR - RÁÐHÚS REYKJANESBÆJAR

Bæjarstjórinn stýrir stundinni og dregur vafalaust upp fiðluna góðu en hann sendir út boð til allra aflögufærra hljóðfæraleikara um að mæta á staðinn og "djamma" með bæjarstjóranum. Við hin sem ekki getum spilað syngjum með eins og enginn sé morgundagurinn. Söngtextar munu liggja frammi svo það er bara að mæta á staðinn og njóta stundarinnar.

Kl. 19 – 21                        SKÓLAMATUR BÝÐUR Í KJÖTSÚPU - NÝ STAÐSETNING! Á MÓTUM HAFNARGÖTU OG TJARNARGÖTU

Skólamatur býður gestum Ljósanætur upp á hina árlegu og ljúffengu kjötsúpu á föstudagskvöldinu. Allir velkomnir!

KL. 19:30 – 21                 GÖTUBALL (ÁÐUR BRYGGJUBALL) - NÝ STAÐSETNING! Á MÓTUM HAFNARGÖTU OG TJARNARGÖTU

Að þessu sinni breytum við til og færum kvölddagskrá föstudagskvölds að útisviði á mótum Hafnargötu og Tjarnargötu. Boðið verður upp á fjölbreytta tónlistardagskrá með blöndu af heimafólki og gestum. Nánar síðar.

Kl. 20 – 23:30                  HARMONIKUBALL Á NESVÖLLUM - NESVELLIR

Hið árlega harmonikuball Félags eldri borgara á Suðurnesjum verður á sínum stað á Ljósanótt. Félagar úr félagi Harmonikuunnenda á Suðurnesjum mæta eldhressir og halda uppi fjörinu eins og þeim er einum lagið.

KL. 21 – 23                       HEIMATÓNLEIKAR Í GAMLA BÆNUM - GAMLI BÆRINN

Heima í gamla bænum verður haldið í fimmta sinn á Ljósanótt þar sem íbúar opna heimili sín og bjóða bæjarbúum upp á tónlist í skemmtilegu umhverfi. Nánar síðar.

KL. 21 – 23                       LJÓSANÆTURBALL FYRIR 8.-10. BEKK - STAPINN/HLJÓMAHÖLL

Hið árlega Ljósanæturball fyrir 8.-10. bekk má enginn láta framhjá sér fara. Nánar síðar.

LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER

KL. 10:30 – 11:30            BARNASKEMMTUN Í STAPA - STAPINN/HLJÓMAHÖLL

Á laugardagsmorgni er yngsta kynslóðin kát og hress og tilbúin í daginn. Við bjóðum þau velkomin á barnaskemmtun í Stapa. Aðgangur er ókeypis.

KL. 13:30 – 14:00            ÁRGANGAGANGAN - MÍNUS 20 - HAFNARGATAN

Á 20 ára afmæli Ljósanætur setjum við mínus 20 fyrir framan húsnúmerið sem við erum vön að mæta við. Mætingarstaður í gönguna hefur til þessa tekið mið af fæðingarári viðkomandi þ.e. sé hann fæddur árið 1950 mætir hann við Hafnargötu 50. En nú verður sú breyting gerð að við drögum 20 frá fæðingarárinu þannig að sá sem er fæddur 1950 mætir nú við Hafnargötu 30 o.s.frv. Árgangur ´99 og yngri hittast við 88 húsið.

KL. 14:30 – 17:00            FJÖLSKYLDUDAGSKRÁ Á ÚTISVIÐI - HÁTÍÐARSVÆÐI

Töframaðurinn Einar Mikael stýrir fjölskyldudagskrá á stóra sviðinu. Hann verður einnig með glæsilega töfrasýningu. Nánari dagskrá síðar.

KL. 14:30 – 17:00            SYNGJANDI SVEIFLA Í DUUS SAFNAHÚSUM - DUUS SAFNAHÚS

Duushúsin iða af lífi alla Ljósanæturhátíðina með fjölbreyttum sýningum og uppákomum. Nýir tónleikar hefjast á hálftímafresti allan laugardaginn og þar koma fram okkar glæsilegu menningarhópar, kórar og söngsveitir.

KL. 15:00 – 16:00            AKSTUR GLÆSIKERRA - HAFNARGATA

Bílalest glæsikerra ekur í hópakstri niður Hafnargötu. Nánar síðar.

KL. 20:30 – 23:30            STÓRTÓNLEIKAR Á ÚTISVIÐI - HÁTÍÐARSVÆÐI

Á stórtónleikum Ljósanætur er ávallt boðið upp á það besta. Hér verður að finna eitthvað fyrir alla svo við reiknum með dúndur stemningu þegar hápunkti kvöldsins er náð og bjartasta flugeldasýning landsins lýsir upp Ljósanótt. Spennandi dagskrá er í vinnslu.

KL. 22:30 – 22:45            BJARTASTA FLUGELDASÝNING LANDSINS - HÁTÍÐARSVÆÐI

Strax að lokinni flugeldasýningunni verða ljósin á berginu kveikt. Tónlistardagskrá heldur svo áfram til kl. 23:30. Það er Björgunarsveitin Suðurnes, að vanda, sem sér um framkvæmd sýningarinnar.

SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER

KL. 13:00                          MENNINGARDAGSKRÁ Í HÖFNUM - HAFNIR

Í Höfnum býr mikið af skapandi og skemmtilegu fólki sem hefur á síðustu árum staðið fyrir flottri menningardagskrá á sunnudegi Ljósanætur. Þau eru í startholunum. Nánar síðar.

KL. 16:00 og 20:00         MANSTU EFTIR EYDÍSI? - HLJÓMAHÖLL

Hátíðarsýning Ljósanætur „Manstu eftir Eydísi?“ sem að þessu sinni verður haldin í Hljómahöll. Sýningin er tímaferðalag aftur til áranna þegar Eydís var ung, þar sem koma við sögu Hensongallar og Don Cano, Tab og Sinalco, kvikmyndastjörnurnar Stallone, Michael J. Fox, Molly Ringvald og Demi More og síðast en ekki síst verður tónlistin í aðalhlutverki. Þar má nefna Duran Duran, Wham, Simple Minds, Bruce springsteen og Blondie svo ekki sé minnst á ballöður Foreigner.

Söngvarar sýningarinnar eru ekki af verri endanum en það eru þau Jón Jósep, Jóhanna Guðrún, Jógvan og Hera. Jóhanna Guðrún hefur áður sungið Með blik í auga en hinir söngvararnir eru nýliðar á sýningunni sem nú er haldin í 9. sinn.

Þar sem Hljómahöll tekur færri gesti í sæti en Andrews Theate verða menn að hafa hraðar hendur en miðafjöldi verður takmarkaður á sýninguna. Boðið verður upp á þrennar sýningar líkt og áður. Frumsýning er 4. september kl. 20 og tvær sýningar verða í Hljómahöll á sunnudeginum 8. september kl. 16 og 20.00.
Miðasala á www.tix.is