Lýsingar fyrir gerð deiliskipulags Gunnuhvers

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum þann 4. Apríl sl. lýsingu fyrir gerð deiliskipulags Gunnuhvers skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Reykjanesbær óskar eftir athugasemdum eða ábendingum við lýsinguna.

Reykjanesbær, Grindavíkurbær og Reykjanes Geopark hafa ákveðið að gera deiliskipulag fyrir Gunnuhver og aðliggjandi svæði en um er að ræða vinsælan áfangastað á suðvestanverðu Reykjanesi. Deiliskipulagssvæðið er samtals um 57 ha að stærð. Megin markmið með deiliskipulagsáætlun er að skilgreina aðkomu að svæðinu, skilgreina áningastaði og bílastæði og bæta aðstöðu til útivistar á svæðinu í heild
Deiliskipulagssvæðið er á mörkum tveggja sveitarfélaga. Í gildi er Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2008-2024 og Aðalskipulag Grindavíkurbæjar 2010-2030

Lýsinguna er hægt að nálgast á heimasíðu Reykjanesbæjar www.reykjanesbær.is hér að neðan eða á bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar Tjarnargötu 12 á skrifstofutíma. Ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa Grindavíkur fyrir kl 16:00 21. apríl 2017 á Grindavíkurbæ, Víkurbraut 62, 240 Grindavík, eða á netfangið: armann@grindavik.is

Ármann Halldórsson
skipulagsfulltrúi

Gunnuhver - lýsing deiliskipulags