Skipulagsbreytingar í Reykjanesbæ - Pósthússtræti og Stapabraut

Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýstar eftirfarandi skipulagstillögur:

Tillaga að minniháttar breytingu á aðalskipulagi Pósthússtræti 5,7 og 9
Tillagan felur í sér að fjöldi íbúða á reit ÍB34 fer úr 80 í 102.
Með því að smella á tengil opnast pfd skjal með upplýsingum um tillögur að breytingum á aðalskipulagi Pósthússtræti 5,7 og 9

Tillaga að minniháttar breytingu á aðalskipulagi Stapabraut 1
Tilagan felur í sér að reitur S34 er stækkaður og grænt svæði minnkar á móti.
Með því að smella á tengil opnast pdf skjal með upplýsingum um tillögu að minniháttar breytingu á aðalskipulagi Stapabraut 1

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Stapabraut 1
Tillagan felur í sér að lóðin Stapabraut 1 stækkar úr 6.558m2 í 10.735m2.
Með því að smella á tengil opnast pdf skjal með upplýsingum um tillögu að breytingu á deilisskipulagi Stapabraut 1

Tillögurnar verða til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 3. maí til 21. júní 2018. 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 21. júní 2018. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ eða á netfang skipulagsfulltrúa, gunnar.k.ottosson@reykjanesbaer.is, þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.

Reykjanesbær 3. maí 2018.
Skipulagsfulltrúi