Skipulagsbreytingar í Reykjanesbæ - Seltjörn og Reynidalur

Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýstar eftirfarandi skipulagstillögur:

1. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Seltjörn
Tillagan felur í sér skipulag fyrir svæðið þar sem lögð er áhersla á að bæta aðgengi og skilgreina nýja stíga og áningarstaði.

2. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi að Reynidal 2
Tillagan felur í sér fjölgun íbúða úr 16 í 19 og bílastæðakrafa lækkar úr 1,8 í 1,6 á lóð. Heildarfjöldi bílastæða verði 31.

Tillögurnar verða til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 19. júlí til 5. september 2018.  Tillögur er einnig aðgengilegar á heimasíðu Reykjanesbæjar,www.reykjanesbaer.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 5. september 2018. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ, eða á netfang skipulagsfulltrúa, gunnar.k.ottosson@reykjanesbaer.is, þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.

Reykjanesbær, 19. júlí 2018.
Skipulagsfulltrúi

Deiliskipulag fyrir Seltjórn og Sólbrekkuskóg

Deiliskipulag fyrir Reynidal 2