Skipulagsbreytingar Reykjanesbæ

Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýstar eftirfarandi skipulagsbreytingar:

Tillaga að aðalskipulagsbreytingu Klettatröð

Tillaga að breytingu felur í sér að lóðirnar Klettatröð 6, 6a, 6b, 8 og 10 verði skilgreindar innan verslunar- og þjónustusvæðis (VÞ). Stærð AT4 fer úr 31,6ha í 27,9ha og verður skilgreint sem VÞ9 um 3,6ha á stærð. 

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu Hlíðarhverfi

Breytingin nær yfir parhúsabyggð P1, sem fellur út. Fjölbýlishúsabyggð F2 verður F7 eins til tveggja hæða og F4 verður F8  fimm hæða hús með efstu hæð inndregna. Heildar íbúðafjöldi er óbreyttur.
 

Tillögurnar verða til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 28. mars til 14. maí 2018. Tillögur er einnig aðgengilegar á heimasíðu Reykjanesbæjar,www.reykjanesbaer.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 14. maí 2018. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ eða á netfang skipulagsfulltrúa gunnar.k.ottosson@reykjanesbaer.is þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.

Reykjanesbær 28. mars 2018

Skipulagsfulltrúi

Klettatröð - aðalskipulagsbreyting, skjal á pdf formi

Hlíðarhverfi - deiliskipulagsbreyting, skjal á pdf formi