Smáratún - Endurbygging götu

Reykjanesbær óskar eftir tilboðum í verkið: „Smáratún – Endurbygging“

Verkið felst í jarðvegsskiptum, lagnavinnu og yfirborðsfrágangi.

Helstu magntölur eru eftirfarandi:

  • Uppgröftur á lausu efni 4.500 m3
  • Frárennslislagnir 1.115 m
  • Fyllingar 4.500 m3
  • Malbik 3.130 m3

Þessu verki skal að fullu lokið eigi síðar en 27. ágúst 2019.

Útboðsgögn verða send þeim er þess óska á tölvutæku formi frá og með miðvikudeginum 6. mars 2019 og skulu fyrirhugaðir bjóðendur hafa samband við Guðlaug H. Sigurjónsson sviðsstjóra Umhverfissviðs, Tjarnargötu 12, Reykjanesbæ, tölvupóstfang: gudlaugur.h.sigurjonsson@reykjanesbaer.is

Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 22. mars 2019,  kl. 11:00.