Þrettándinn

Fjölskyldudagskrá haldin 6. janúar á hátíðarsvæði við Hafnargötu og Ægisgötu. Skrúðganga frá Myllubakkaskóla að hátíðarsvæði. Álfabrenna, tónlist, söngur, álfakóngur og drottning, púkar, Grýla, Leppalúði og jólasveinar. Heitt kakó og piparkökur. Flugeldasýning í umsjón Björgunarsveitarinnar Suðurnes.