Tillaga að deiliskipulagi við Bolafót

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti 21. maí 2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi við Bolafót skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagstillagan felst í að lóðinni Bolafótur 19 er skipt upp í fernt og til verða lóðirnar Bolafótur 21, 23 og 25.  Nýtingarhlutfall á lóðum skal ekki vera hærra en 0.5 og vegghæð max. 7.0m. Gerð er sú krafa að hávaðamörk á starfsemi fari ekki yfir 45db. Óheimilt er að byggja á helgunarsvæði strenglagna HS Veitna. Vanda skal til  hönnunar og frágangs vegna ásýndar við íbúðarsvæði.

Tillagan verður til sýnis í Ráðhúsi Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 29. maí 2019 til 12. júlí 2019.  Tillagan er einnig aðgengileg á heimasíðu Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 12. júlí 2019.

Skila skal inn skriflegum athugasemdum til skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ eða á netfang skipulagsfulltrúa gunnar.k.ottosson@reykjanesbaer.is þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.

Reykjanesbæ, 29. maí 2019.
Skipulagsfulltrúi

Tillögu að deiliskipulagi við Bolafót má nálgast hér