Tillaga að deiliskipulagsbreytingu Stakksbraut 9

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti skipulags- og matslýsingu á deiliskipulagsbreytingu fyrir Stakksbraut 9 og heimild til skipulagsgerðar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fyrirhuguð breyting á deiliskipulagi Helguvíkur tekur aðeins til lóðarinnar Stakksbraut 9. Breytingin felst í því að endurskilgreina byggingarreiti til samræmis við áform um endurbætta og fullbúna kísilverksmiðju. Jafnframt er gert ráð fyrir að setja fram skýra og auðlæsa skilmála hvað varðar hæðir og umfang bygginga, útlit þeirra og eðli starfseminnar.

Gert er ráð fyrir að byggingarreitir verði til samræmis við skipulag á svæðinu almennt, þannig að þeir gefi svigrúm fyrir endurskoðun á hönnun og endurbætur mannvirkja með það að leiðarljósi að lágmarka umhverfisáhrif og uppfylla kröfur Umhverfisstofnunar um úrbætur.

Tillagan er háð umhverfismati skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Lýsingin er á heimasíðu Reykjanes-
bæjar, www.reykjanesbaer.is. Ábendingar varðandi tillögugerðina skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa fyrir 21. mars 2019, á Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ eða á netfangið gunnar.k.ottosson@reykjanesbaer.is. Fullt nafn, kennitala og heimilisfang sendanda þarf að koma fram.

Reykjanesbæ, 28. febrúar 2019.
Skipulagsfulltrúi

Skipulags- og matslýsing Stakksbraut 9