Tillaga að deiliskipulagsbreytingu Víkurbraut 21 og 23

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti 22. janúar 2019  að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu Víkurbraut  21 og 23 Reykjanesbæ skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga
nr. 123/2010.

Breytt deiliskipulag felst í að núverandi lóð Víkurbraut 21-23 færist sunnar og bæjarlandið norðar á núverandi lóð Víkurbraut 21-23. Nýbygging þriggja 5 hæða fjölbýlishúsa, með allt að 81 íbúð. Niðurrif á saltgeymslum. Breyting á götuheiti lóðar úr Víkurbraut 21-23 í Hafnargötu 81, 83 og 85.

Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 7. febrúar 2019 til 24. mars 2019, auk þess að vera aðgengileg hér.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar.  Frestur til að skila inn athugasemdum er til 24. mars 2019.

Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu  Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ eða á netfangið gunnar.k.ottosson@reykjanesbaer.is þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.

Reykjanesbæ, 6. febrúar 2019.
Skipulagsfulltrúi

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu Víkurbraut 21 og 23