Tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2015-2030

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar auglýsir hér með tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi  Reykjanesbæjar 2015-2030 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin fellst í tilfærslu á opnu svæði (OP) til norðurs og tilfærslu á íbúðarsvæði (ÍB20) til suðurs, auk smávægilegrar breytingar á skilgreiningu IB20 í greinargerð. Greinargerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 30.10.2017 í mkv: 1:7.500.
Breytingin er auglýst samhliða breyttu deiliskipulagi fyrir Víkurbraut 21 og 23.

Deiliskipulagsbreytingar í Reykjanesbæ

Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýstar eftirfarandi deiliskipulagsbreytingar.

Deiliskipulagsbreyting Víkurbraut 21 og 23

Breytt deiliskipulag felst í að núverandi lóð Víkurbraut 21-23 færist sunnar og bæjarlandið norðar á núverandi lóð Víkurbraut 21-23. Nýbygging þriggja 5 hæða fjölbýlishúsa, með allt að 81 íbúð. Niðurrif á saltgeymslum. Breytingu á götuheiti lóðar úr Víkurbraut 21-23 í Hafnargötu 81, 83 og 85 . Tillagan er auglýst samhliða auglýsingu á breyttu aðalskipulagi.

Deiliskipulagsbreyting Framnesvegur 11

Núverandi lóð Framnesvegur 11 stækkar yfir á Framnesveg 9 og Básveg 11. Húsum fækkað úr fjórum í þrjú 5 hæða fjölbýlishús, með allt að 87 íbúðum. Fyrirkomulag bygginga á lóð breytt. Niðurrif á Framnesvegi 9.

Deiliskipulagsbreyting Dalsbraut 3 og 5

Breytingin fellst í að byggingareitur við hús nr. 5 verði lengdur um 2m til suðurs í stað þess að beygja til austurs og íbúðum verði fjölgað úr 26 í 38. Bílastæðahlutfall fer úr 1,8 á íbúð í 1,6.

Tillögur verða til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 28. nóvember 2017 til 8. janúar 2018. Tillögur eru einnig aðgengilegar hér að neðan.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 8. janúar 2018. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12 , 230 Reykjanesbæ.

Reykjanesbæ 22. nóvember 2017.

Skipulagsfulltrúi

Víkurbraut 21-23, aðalskipulagsbreyting

Víkurbraut 21-23, deiliskipulagsbreyting

Framnesvegur 11, deiliskipulagsbreyting

Dalsbraut 3 og 5, deiliskipulagsbreyting