Útboð

Reykjanesbær óskar eftir tilboðum í verkið „Sjónarhóll – Gatnagerð og lagnir.“ Um er að ræða gatnagerð á svokölluðu Patterson svæði.

Verkið er fólgið í uppúrtekt, fyllingum, malbikun götu og frágangi við hana, lagningu fráveitu- og raflagna. Helstu magntölur eru uppúrtekt um 5.200 m3, fyllingar um 8.500 m3, malbikun 4.600 m2. Verki skal lokið eigi síðar en 31. ágúst 2018.

Útboðsgögn verða send þeim er þess óska á tölvutæku formi frá og með mánudeginum 23. apríl 2018 og skulu fyrirhugaðir bjóðendur hafa samband við Tækniþjónustu SÁ ehf, sími 421-5105.

Tilboðum skal skilað til Tækniþjónustu SÁ ehf, Hafnargötu 60, 230 Reykjanesbæ eigi síðar en kl. 11:00, fimmtudaginn 3. maí 2018 og verða tilboð opnuð þar á sama tíma að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.