Fréttir og tilkynningar


Reykjanesbær ekki í hópi 19 sveitarfélaga með erfiðustu stöðu

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, sem nýlega tilkynnti um aukaframlög úr sjóðnum, telur Reykjanesbæ ekki í hópi sveitarfélaga sem þurfa sérstök aukaframlög vegna erfiðrar stöðu.  Til þess að sveitarfélög njóti sérstaks aukaframlags sem í heild er að upphæð kr. 350 milljónir þarf sveitarfélag ýmist …
Lesa fréttina Reykjanesbær ekki í hópi 19 sveitarfélaga með erfiðustu stöðu

Ný áætlun Strætó

Nýtt strætisvagnakerfi tekur gildi í Reykjanesbæ 4. janúar n.k. kerfið byggir á fjórum vagnaleiðu, 30 mínútna biðtíma við hverja stöð. Leið vagnanna hefur öll sömu miðju sem er við Krossmóa. Ekið verður lengur á daginn og um helgar. Áfram verður ókeypis í strætó í Reykjanesbæ. Það er komið App …
Lesa fréttina Ný áætlun Strætó

Nemendur heiðraðir í Víkingaheimum

Yfir 90 nemendur úr Reykjanesbæ eru á meðal þeirra 10% nemenda á öllu landinu sem hlutu hæstu einkunnir á samræmdum prófum á haustönn 2012.  Þetta gerist um leið og grunnskólanemar Reykjanesbæjar náðu almennt mjög stórstígum framförum á samræmdum prófum í haust. Árni Sigfússon, bæjarstjóri, veitt…
Lesa fréttina Nemendur heiðraðir í Víkingaheimum

Endurnýjun Bryggjuhúss Duushúsanna

Framkvæmdir við endurnýjun Bryggjuhúss Duushúsanna eru nú í fullum gangi en síðustu árin hefur alltaf verið unnið eitthvað á hverju ári við Duushúsin, annaðhvort úti eða inni.  Nú er unnið að því að ljúka neðstu hæð Bryggjuhússins að innan með það í huga að hægt verði að opna þar Listasafn Erlin…
Lesa fréttina Endurnýjun Bryggjuhúss Duushúsanna

Réttindakennurum fjölgar í grunnskólum

Grunnskólakennurum með réttindi hefur fjölgað mjög í grunnskólum Reykjanesbæjar undanfarin ár.  Frá hausti 2011 eru 93% kennaranna með full réttindi til kennslu.  Þeir leiðbeinendur sem starfa við skólana eru flestir með einhverja háskólamenntun.  Hafa ber í huga að þeir sem nýlega hafa lokið þrig…
Lesa fréttina Réttindakennurum fjölgar í grunnskólum

Ljósahús Reykjanesbæjar 2012 og Jólagluggi Reykjanesbæjar 2012

Reykjanesbær hefur staðið fyrir samkeppni um Ljósahús bæjarins frá árinu 2001 og er þetta því í tólfta sinn sem veittar eru viðurkenningar fyrir bestu ljósaskreytingarnar í bænum. Reykjanesbær hefur lengi verið þekktur fyrir mikla ljósadýrð og margir gera sér sérstaka ferð á aðventunni til bæjarin…
Lesa fréttina Ljósahús Reykjanesbæjar 2012 og Jólagluggi Reykjanesbæjar 2012

Skákmót fyrir börn og unglinga

Krakkaskák í samstarfi við Samsuð (félagsmiðstöðvar á Suðurnesjum) halda skákmót fyrir börn og unglinga. Mótið verður haldið í gamla KK húsinu að Vesturbraut 17 í Reykjanesbæ laugardaginn 15. desember kl 13.00-17.00. Keppt verður í flokkum 7 - 10 ára og 11 til 16 ára. Glæsileg verðlaun í boði og…
Lesa fréttina Skákmót fyrir börn og unglinga

Samstarf við eldri borgara

Í byrjun október leitaði félag eldri borgara á Suðurnesjum eftir samstarfi við grunnskóla Reykjanesbæjar.  Ýmsar hugmyndir komu fram hvernig hægt væri að haga því samstarfi og eru nokkrar þeirra komnar í framkvæmd.  Tengiliður Njarðvíkurskóla við félag eldri borgara er Erna Agnarsdóttir.  Lestrarö…
Lesa fréttina Samstarf við eldri borgara

Framkvæmdir við hjúkrunarheimili ganga vel

Vinna við uppsteypu og annan áfanga framkvæmda við hjúkrunarheimilið á Nesvöllum ganga vel.  Hafin er vinna við að steypa veggi fyrstu hæðar, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Verktaki síðasta áfanga, Hjalti Guðmundsson ehf, hefur nú lokið framkvæmdum við fyrsta áfanga og er honum þakkað gott …
Lesa fréttina Framkvæmdir við hjúkrunarheimili ganga vel

Lokað eftir hádegi í dag

Bæjarskrifstofur Reykjanesbæjar verða lokaðar í dag, föstudaginn 7. desember, frá kl. 12 Við opnum aftur á venjulegum tíma mánudaginn 10. desember, kl. 9.15
Lesa fréttina Lokað eftir hádegi í dag