Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Athyglisvert samspil og eigin reynsla í Duus Safnahúsum
01.09.2017 Fréttir, Menning
Fjórar nýjar sýningar voru opnaðar í Duus Safnahúsum á öðrum degi Ljósanæturhátíðar í jafnmörgum sölum. Heimamenn eru þar í lykilhlutverki, búsettir og brottfluttir.
18. Ljósanóttin verður sett á fimmtudag. Sú skemmtilega þróun er að verða á menningar- og fjölskylduhátíðinni Ljósanótt að bæjarbúar verða sífellt virkari í því að skapa þá hátíð sem þeir vilja halda með því að standa sjálfir fyrir ýmiss konar viðburðum á hátíðinni og við það eykst gildi hennar til muna. Sömu sögu er að segja af styrktaraðilum hátíðarinnar sem standa þétt við bakið á henni.