Sjálfboðaliðadagur í Tjarnarseli

Margar hendur vinna létt verk. Ljósmynd: Tjarnarsel
Margar hendur vinna létt verk. Ljósmynd: Tjarnarsel

Í gær komu 120 sjálfboðaliðar til starfa á útileiksvæði Tjarnarsels. Tilgangurinn var að fegra og betrumbæta garðinn okkar og óhætt er að segja að vel hafi tekist til.

Þetta er sjöunda árið sem glaðleg börn og systkini þeirra, galvaskir foreldrar, duglegir afar og ömmur, fyrrverandi nemendur, starfsmenn og fjölskyldur starfsfólks mæta í skólann fylktu liði. Þessi vinnudagur er jafnan í upphafi hvers sumars og er það töfrum líkast að fylgjast með þessum dugnaðarforkum mæta með uppbrettar ermar, í vinnugöllunum með gleðina að vopni og til í hvað sem er.

Leiktæki voru máluð, garðurinn snyrtur hátt og lágt, gróðursett, smíðað fótboltamark og klifurgrind, náttúrulegir blómapottar búnir til, rútan okkar löguð og gamall kofi rifinn niður. Að ógleymdum ævintýralegum leynikofa sem var smíðaður. Þegar allir leggjast á eitt er óhætt að segja að kraftaverk gerist. Samtakamátturinn og krafturinn í slíkum mannauði er ómetanlegur hverjum skóla.

Kærar þakkir fyrir komuna öllsömul!

Einbeittur við málningarvinnuna

Samvinna er best