Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs þann 4. Júní síðastliðin var starfsfólki Umhverfissviðs falið að finna heppilega staðsetningar fyrir íbúa að geyma ferðavagna tímabundið í sumar. Þessi beiðni kom eftir að Umhverfissvið beindi þeim tilmælum til íbúa í Reykjanesbæ að geyma ekki ferðavagna sína í sumar á opnum svæðum í sumar. Lagt var upp með að þessi geymslusvæði væru innan bæjarmarka og helst þar sem væri regluleg umferð og umgangur.

Tillaga starfsfólks Umhverfissviðs er að nýta ónotuð bílastæði við  Heiðarskóla og Akurskóla. Svæðin eru tilgreind (sjá mynd hé fyrir neðan) og þar sem þessi stæði verða nýtt aftur af starfsfólki skólanna þegar skólastarf hefst aftur í ágúst. Þessi svæði eru ekki vöktuð með beinum hætti en þar sem staðsetning þessara stofnanna er í miðjum hverfum þá er alltaf um óbeina vöktun að ræða. Vagnarnir eru þarna á ábyrgð eigenda og þarf að rýma svæðin í vikunni 9. – 13. ágúst þar sem starfsfólk mætir til vinnu 16. ágúst.

Óskað er eftir því að þeir íbúar sem ætla nýta sér þessi svæði fyrir ferðavagnana sína sendi tölvupóst á netfangið  reykjanesbaer@reykjanesbaer.is  með skráningarnúmer ferðavagns og símanúmer eigenda.

 

Akurskóli: Stæðin eru merkt með bleikum lit.

 

 Heiðarskóli: Stæðin eru merkt með bleikum lit.