Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar óskar eftir tilnefningum frá bæjarbúum fyrir „fegursta Garðinn 2022“.

þá óskar ráðið einnig eftir tilnefningum fyrirtækja og/eða einstaklinga sem hafa staðið vel að uppbyggingu húsnæðis og/eða umhverfis á árinu 2022.

Ef þú veist um einhvern fallegan garð sem þér finnst eiga þessi verðlaun skilið þá óskum við eftir ábendingum á netfangið umhverfismal@reykjanesbaer.is fyrir 19. ágúst næstkomandi.