Vatnstankurinn verður hulinn á meðan unnið er að listaverkinu.
Vatnstankurinn verður hulinn á meðan unnið er að listaverkinu.

Einu sinni var lítill lundi sem hét Uppspretta, vegna þess að hann var svo atorkusamur. Þar sem hann bjó með foreldrum sínum í fallegu og hreinu (holu – hreiðri) í Keflavík á Íslandi, hafði hann mikinn áhuga á að uppgötva heiminn og hann vildi vita meira um umhverfi sitt og landið Ísland.

Litli lundinn var duglegur að læra, las margar bækur og lærði að samkvæmt jarðfræðinni var eyjan um 20 milljón ára gömul, sköpuð í eldgosum.

Svo las hann að norskur höfðingi hefði verið fyrsti landneminn á Íslandi. Og frá þeirri stundu vissi Uppspretta fyrir víst að hann yrði að fara til Noregs til að leita sér að eiginkonu. Foreldrar hans sögðu honum að hann mætti aldrei fljúga yfir land, því að þá félli hann til jarðar. En litli lundinn var bæði forvitinn og þrjóskur og um leið og hann var fær um að yfirgefa holuna flaug hann langt í burtu yfir hafið og féll að lokum niður á land eins og foreldrarnir höfðu spáð fyrir. Hann leit í kringum sig og sá svartar krákur og sérkennilegar byggingar sem mannfólkið veit að eru vindmyllur. Uppspretta hafði ekki lent í Noregi, heldur Hollandi. Þarna lá hann og beið þess að manneskja tæki hann upp, en hann vissi ekki hvernig manneskja liti út. Hann mundi að foreldrar hans höfðu eitt sinn sagt honum að manneskjur gætu hvorki flogið né sungið eins og fuglar. Þess í stað björguðu þær sér með furðulegum gripum eins og flugvélum og hljóðfærum. Litli lundinn sofnaði og dreymdi um manneskjur sem gátu spilað á hljóðfæri og flogið með hann heim í átthagana. Þessar manneskjur litu út eins og risa fiðlur, trompet plöntur og önnur hljóðfæri.

Í miðjum draumi kom til hans alvöru maður og fór með litla lundann niður að sjó. Hljóðfærin tóku Uppsprettu og hófu hann yfir vatnið þar sem líkami hans breyttist í flugvél. Hverir og eldfjöll lyftu honum átt upp á himinninn. Kór hljóðfærafólks söng til að hvetja hann. Allir gátu heyrt tónlistina og allt var umvafið fjörlegum litum. Náttúran og fólk báru litla lundann heim til Keflavíkur. Heima fékk líf hans tilgang. uppspretta kvæntir kvenlunda frá Noregi, varð foringi allra lunda á Íslandi og um allt land er enn verið að spila tónlist honum til heiðurs.