164. fundur

25.10.2022 16:00

164. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 25. október 2022 kl. 16:00

Viðstaddir: Friðþjófur Helgi Karlsson formaður, Birgir Már Bragason, Hjördís Baldursdóttir, Marta Sigurðardóttir, Sindri Kristinn Ólafsson.

Að auki sátu fundinn Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Hermann Borgar Jakobsson áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð. Rúnar Vífill Arnarson formaður íþróttabandalags Reykjanesbæjar boðaði forföll.

Sindri Kristinn Ólafsson vék af fundi kl. 17.15.

1. Barnvæn sveitarfélög - innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna (2020021548)

Drög að aðgerðaáætlun Reykjanesbæjar vegna innleiðingar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna lögð fram. Óskað er eftir umsögnum um áætlunina. Ef fundarmenn vilja senda inn umsagnir er þeim bent á að senda þær til íþrótta- og tómstundafulltrúa sem mun koma þeim áleiðis.

2. Fjárhagsáætlun 2023 (2022090478)

Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir stöðu mála varðandi fjárhagsáætlun 2023.

3. Umsóknir í forvarnarsjóð Reykjanesbæjar (2022010429)

a) Umsókn foreldrafélags Njarðvíkurskóla í forvarnarsjóð til að standa straum af erindi Þorsteins V. Einarssonar um Karlmennskuna.
b) Umsókn Stapaskóla í forvarnarsjóð til að bjóða upp á fyrirlestur frá Chanel Björk Sturludóttur um kynþáttafordóma.

Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að styrkja erindin.

4. Þakkir fyrir þátttöku í heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar 2022 (2022090477)

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar íbúum, stofnunum og fyrirtækjum fyrir virka þátttöku í heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar sem fór fram 3. – 9. október sl.

Fylgigögn:

Heilsu- og forvarnarvika Reykjanesbæjar - þakkarbréf

5. Kynning á Siglingafélaginu Knörr (2021120233)

Ögmundur Erlendsson og Jón Helgason frá Siglingafélaginu Knörr kynntu starfsemi félagsins sem var endurvakið fyrr á árinu.
Að auki var inn í kynningunni beiðni um kaup á nauðsynlegum öryggisbúnaði fyrir félagið.

Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna með félaginu að lausnum.

Fylgigögn:

Siglingafélagið Knörr - kynning

6. Kynning á starfsemi Fjörheima og 88 Hússins (2022070336)

Gunnhildur Gunnarsdóttir forstöðumaður Fjörheima og 88 Hússins og Ólafur Bergur Ólafsson tómstundaleiðbeinandi Fjörheima og 88 Hússins kynntu starfsemi Fjörheima og 88 Hússins.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir greinargóða kynningu.

Fylgigögn:

Frístundamiðstöð Reykjanesbæjar - Fjörheimar og 88 Húsið - kynning

7. Framtíðarhúsnæði Fjörheima og 88 Hússins (2022070336)

Erindi frá Gunnhildi Gunnarsdóttur forstöðumanni Fjörheima og 88 Hússins um hvort að íþrótta- og tómstundaráð sjái fyrir sér að framtíð starfseminnar sé að Hafnargötu 88 eða hvort aðrar vangaveltur um framtíðarhúsnæði séu í skoðun.

Íþrótta- og tómstundaráð vill koma því skýrt á framfæri að aðstaðan við Hafnargötu 88 er alltaf að verða betri og betri sem og innra starf hússins. Ráðið leggur áherslu á að starfsemin muni halda áfram við Hafnargötuna og er ekki með nein plön þess efnis að breyta um staðsetningu fyrir starfsemina.

Verði tekin ákvörðun á næstu árum um að opna útibú úti í hverfunum, þá sér ráðið alltaf fyrir sér að miðlæga félagsmiðstöðin og ungmennahúsið myndi starfa áfram við Hafnargötu og að starfseminni úti í hverfum væri að miklu leyti stýrt þaðan.

Fylgigögn:

Framtíðarsýn í húsnæðismálum Fjörheima og 88 Hússins - erindi


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. nóvember 2022.