169. fundur

11.04.2023 16:00

169. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn á bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12 þann 11. apríl 2023 kl. 16:00

Viðstaddir:
Friðþjófur Helgi Karlsson formaður, Alexander Ragnarsson, Birgir Már Bragason, Marta Sigurðardóttir og Magnús Einþór Áskelsson.

Að auki sátu fundinn Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs, Rúnar Vífill Arnarson formaður íþróttabandalags Reykjanesbæjar, Hermann Borgar Jakobsson áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.

Sindri Kristinn Ólafsson boðaði forföll, Magnús Einþór Áskelsson sat fyrir hann.
Hjördís Baldursdóttir boðaði forföll, Alexander Ragnarsson sat fyrir hann.

1. Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja og svæða í Reykjanesbæ (2022050239)

Eva Stefánsdóttir formaður starfshóps um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja og svæða í Reykjanesbæ kynnti skýrslu starfshóps og sýndi myndband af hvernig svæðið vestan Nettóhallar gæti litið út innan fárra ára.

ÍT ráð þakkar starfshópi fyrir greinargóða skýrslu og formanni fyrir góða kynningu.

ÍT ráð leggur til að ný stefna & framtíðarsýn íþróttamannvirkja og svæða til ársins 2030 verði samþykkt af bæjarstjórn og byrjað verði á fyrsta hluta aðgerðaáætlunarinnar sem er hönnun og breytingar á deiliskipulagi á Afreksbraut.

Til þess að tryggja áframhaldandi vinnu í málaflokknum og huga að hagsmunum allra hagaðila styður ÍT ráð tillögu starfshóps að skipuð verði mannvirkjanefnd.

Hámundur Örn Helgason íþrótta- og framkvæmdastjóri UMFN sat fundinn undir þessum lið.

2. Endurskoðun rekstrarsamninga við íþróttafélög í Reykjanesbæ (2022010206)

Jónas Guðni Sævarsson formaður starfshóps um endurskoðun rekstrarsamninga við íþróttafélög kynnti skýrslu nefndarinnar.

ÍT ráð þakkar starfshópi fyrir greinargóða skýrslu og formanni fyrir góða kynningu.

ÍT ráð tekur undir skýrsluna og vonar að bæjarstjórn ráðist í að láta sem flestar hugmyndir sem eru í skýrslunni verða að veruleika eins skjótt og auðið er.

Undir þessum lið sátu einnig Hámundur Örn Helgason framkvæmda- og íþróttastjóri UMFN og Garðar Newman gjaldkeri aðalstjórnar Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags.

3. Upplýsingar frá Hestamannafélaginu Mána (2023010525)

Upplýsingar lagðar fram um áhugaverð verkefni sem Hestamannafélagið Máni hefur verið með í gangi undanfarið ár. Um er að ræða verkefni fyrir fatlaða í samstarfi við Hæfingarstöð Reykjanesbæjar og MSS sem og verkefnið Hestur í fóstur sem er fyrir þau sem langar að kynnast hestamennsku en eiga ekki hest.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir greinargóðar upplýsingar og óskar forsvarsfólki Hestamannafélagsins Mána til hamingju með þessi mikilvægu verkefni.

4. Ársskýrsla NES og ársreikningur fyrir árið 2022 (2023040012)

Ársskýrsla NES og ársreikningur NES íþróttafélags fatlaðra.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir skýrsluna.

Fylgigögn: 

Íþróttafélagið NES - ársskýrsla 2022

5. Sumar í Reykjanesbæ 2023 (2023040037)

Hvað verður í boði fyrir börn, ungmenni og fullorðna í Reykjanesbæ sumarið 2023 ?

Unnið verður við það í apríl að taka niður þær auglýsingar sem hafa verið í vetur inni á vefsíðunni fristundir.is þ.a.l. óskum við eftir sumarefni frá íþrótta- og tómstundahreyfingunni – sem og öðrum sem vilja kynna sitt íþrótta-, tómstunda- og leikjanámskeið fyrir bæjarbúum.

Ef þitt félag/klúbbur áformar að bjóða börnum, ungmennum og eða öðrum íbúum í Reykjanesbæ upp á tómstunda- og /eða leikjanámskeið eða aðra afþreyingu í sumar, biðjum við um að upplýsingar verði sendar til íþrótta- og tómstundafulltrúa á netfangið: sumar@reykjanesbaer.is fyrir 1.maí nk. Endilega sendið myndir með.

Upplýsingarnar verða birtar á vefnum fristundir.is

Fylgigögn:

Sumar í Reykjanesbæ 2023 - fristundir.is
Sumar í Reykjanesbæ 2023 - auglýsing

6. Þátttökutölur barna og ungmenna í íþróttum í Reykjanesbæ 2022 (2023040029)

Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá nýju mælaborði sem gerir okkur kleift að fylgjast betur með þátttökutölum barna og ungmenna í íþróttastarfi Reykjanesbæjar. Stefnt er að því að framvegis verði útbúið mælaborð í byrjun hvers árs. Að ári verður mælaborðið stækkað og teknar inn margvíslegar tómstundir sem er boðið upp á í sveitarfélaginu. Vakin er sérstök athygli á að mælaborðið er í þróun og allar tölur eru ekki komnar inn.

Íþrótta- og tómstundaráð vill þakka íþróttahreyfingunni sem tók saman tölurnar og Jóhanni Sævarssyni starfsmanni hagdeildar fyrir vel unnin störf.

Fylgigögn:

Íþróttir og tómstundir í Reykjanesbæ - þáttökutölur barna og ungmenna

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. apríl 2023.