175. fundur

14.11.2023 11:00

175. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 14. nóvember 2023, kl. 11:00

Viðstaddir: Friðþjófur Helgi Karlsson formaður, Birgir Már Bragason, Hjördís Baldursdóttir, Marta Sigurðardóttir og Sindri Kristinn Ólafsson.

Að auki sátu fundinn Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi, Rúnar Vífill Arnarson formaður íþróttabandalags Reykjanesbæjar og Íris Eysteinsdóttir ritari.

1. Viðhald íþrótta- og tómstundmannvirkja - brýning (2023100224)

Hreinn Ágúst Kristinsson deildastjóri eignaumsýslu fór yfir viðhaldsáætlun fyrir íþrótta- og tómstundasvið Reykjanesbæjar fyrir árið 2024.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir góða kynningu.

2. Frístundaakstur - fyrirkomulag (2023100180)

Laufey Ragnarsdóttir, Alexía Ósk Sigurðardóttir, Arna Lind Kristinsdóttir, Íris Guðnadóttir og Rósa Ragúels Jóhannsdóttir forstöðumenn og starfsmenn frístundaheimila fylgdu úr hlaði áherslum sínum varðandi hið krefjandi verkefni frístundaaksturs.

Íþrótta- og tómstundaráð tekur undir áhyggjur forstöðumanna frístundaheimila. Erindi frestað.

3. Erindi frá Taekwondodeild Keflavíkur (2023090119)

Atli Þorsteinsson formaður Taekwondodeildar Keflavíkur kom á 173. fund íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar og lét vita af væntanlegu erindi sem nú er tekið fyrir af íþrótta- og tómstundaráði Reykjanesbæjar.

Íþrótta- og tómstundaráð tekur jákvætt í erindið og vísar til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir 2024.

4. Beiðni um kaup á áhorfendabekkjum (2023110139)

Sundráð Íþróttabandalags Reykjanesbæjar minnir á aðstöðuleysi fyrir áhorfendur í Vatnaveröld á mótum sundráðsins.

Íþrótta- og tómstundaráð tekur jákvætt í erindið og vísar til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir 2024.

5. Fjörheimar - 40 ára afmæli 26. nóvember 2023 (2023110141)

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar óskar félagsmiðstöðinni Fjörheimum til hamingju með 40 ára afmælið þann 26. nóvember nk.

Fylgigögn:

Fjörheimar 40 ára

6. Bardagahöll Reykjanesbæjar (2023110166)

Rúnar Vífill Arnarson formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar fór yfir málefni er tengjast Bardagahöll Reykjanesbæjar.

Málinu vísað til næsta fundar íþrótta- og tómstundaráðs.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. nóvember 2023.