180. fundur

12.03.2024 11:00

180. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn í Reykjaneshöll við Sunnubraut þann 12.mars 2024, kl. 11:00

Viðstaddir: Friðþjófur Helgi Karlsson formaður, Birgir Már Bragason, Hjördís Baldursdóttir, Marta Sigurðardóttir og Magnús Einþór Áskelsson.

Að auki sátu fundinn Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi og Íris Eysteinsdóttir ritari.

Sindri Kristinn Ólafsson boðaði forföll. Magnús Einþór Áskelsson sat fundinn í hans stað.

1. Júdófélag Reykjanesbæjar - kynning á starfsemi (2024030116)

Árni Ólafsson formaður og Karen Rúnarsdóttir stjórnarmaður frá Júdófélagi Reykjanesbæjar mættu á fundinn og kynntu starfsemi félagsins.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir góða kynningu.

2. Samningur við Skátafélagið Heiðabúa um framkvæmd skátastarfs 2024 (2024030117)

Samningur við Skátafélagið Heiðabúa um framkvæmd skátastarfs lagður fram og samþykktur.

3. Samningur við KFUM og KFUK um framkvæmd æskulýðsstarfs (2024030118)

Samningur við KFUM og KFUK um framkvæmd æskulýðsstarfs samtakanna lagður fram og samþykktur.

4. Samningur við NES um íþróttastarf fyrir fatlaða 2024 (2024030119)

Samningur við Íþróttafélagið NES um íþróttastarf fyrir fatlaða lagður fram og samþykktur.

5. Málefni Glímudeildar UMFN (2023110166)

Málefni Glímudeildar UMFN rædd. Málið verður áfram til meðferðar hjá íþrótta- og tómstundaráði.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12.51. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. mars 2024.