222. fundur

18.10.2018 00:00

222. fundur stjórnar Reykjaneshafnar haldinn fimmtudaginn 18. október 2018 kl. 17:30 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.

Mættir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Kolbrún Jóna Pétursdóttir aðalmaður, Sigurður Guðjónsson aðalmaður, Úlfar Guðmundsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

Dagskrá

1. Fjármál Reykjaneshafnar. (201802112)
Hafnarstjóri fór yfir rekstur Reykjaneshafnar og líklega þróun hans til áramóta. Lagt er til að Reykjaneshöfn óski eftir því formlega við Reykjanesbæ að ákvæði í 3. grein í lánasamningi milli aðila frá 3. ágúst s.l. um sérstakt framlag verði virkjað á yfirstandandi rekstrarári. Samþykkt samhljóða.

2. Fjárhagsáætlun ársins 2019. (2018090250)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu mála við vinnslu fjárhagsáætlunar komandi árs, vinnslu þriggja ára áætlunar hafnarinnar og vinnslu fjárfestingaráætlunar.

3. Starfsáætlun ársins 2019. (2018100168)
Hafnarstjóri fór yfir drög að starfsáætlun hafnarinnar fyrir árið 2019.

4. Viðaukaáætlun við fjárhagsáætlun ársins 2018. (2018100167)
Hafnarstjóri lagði fram viðaukaáætlun vegna fjárhagsáætlunar ársins 2018. Forsendur hafa m.a. ekki staðist í bæði tekjuhlið og gjaldahlið áætlunarinnar og eru breytingar á áætluninni aðlögun af því. Samþykkt samhljóða.

5. Lánasjóður sveitarfélaga ohf. (201802011)
Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 25.000.000 kr. til 6 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er lánið tekið til endurfjármögnunar afborgana lána Reykjaneshafnar hjá Lánasjóði sveitarfélaga, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Halldóri Karli Hermannssyni, kennitala ekki birt, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga f.h. Reykjaneshafnar sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu láns þessa, ásamt vöxtum, verðbótum og kostnaði stendur einföld óskipt ábyrgð eigenda sem er Reykjanesbær sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og setja þau til tryggingar tekjur sínar sbr. 2. mgr. 68. gr. sömu laga.
Samþykkt samhljóða.

6. Samgönguáætlun 2019-2033. (2018100169)
Lögð hefur verið fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033 og tillaga til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023 en þar er gert ráð fyrir fjárframlögum úr ríkissjóð til framkvæmda í höfnum Reykjaneshafnar. Eftirfarandi bókun var lögð fram: Stjórn Reykjaneshafnar lýsir yfir ánægju sinni með að inni í fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023 er gert ráð fyrir framlögum úr ríkissjóði, annars vegar til uppbyggingar í Helguvíkurhöfn og hins vegar til viðhaldsframkvæmda í Njarðvíkurhöfn. Um er að ræða framkvæmdir sem efla rekstur Reykjaneshafnar til komandi ára og auðvelda höfninni að sinna viðskiptavinum sínum. Samþykkt samhljóða.

7. Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi. (2018100170)
Ályktun Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi vegna fjárlagafrumvarps 2019. Lagt fram til kynningar.

8. Flutningalandið Ísland. (2018010285)
Ráðstefnan Flutningalandið Íslands – Horft til framtíðar verður í Hörpu 6. nóvember n.k. Lagt er til að fulltrúar Reykjaneshafnar sæki ráðstefnuna. Samþykkt samhljóða.

9. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. (201803007)
Svarbréf Reykjaneshafnar vegna lóðarumsóknar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. sem tekin var fyrir á 218. fundi Stjórnar Reykjaneshafnar. Lagt fram til kynningar.

10. Starfsmannamál. (2018100171)
Hafnarstjóri upplýsti að einn af þremur hafnsögumönnum hafnarinnar muni láta af störfum næsta vor. Lagði hann fram starfslýsingu fyrir starf hafnsögumanns þar sem fram kemur lýsing á starfinu ásamt þeim kröfum sem gerðar eru til menntunar og reynslu. Lagt er til að hafnarstjóri hefji ráðningarferli fyrir starfið og það verði auglýst á næstu vikum eftir nýjum starfsmanni. Samþykkt samhljóða.

11. Upplýsingargjöf hafnarstjóra. (2018010286)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.

12. Önnur mál. (2018010287)

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu 6. nóvember 2018.