261. fundur

17.03.2022 17:00

261. fundur stjórnar Reykjaneshafnar haldinn fimmtudaginn 17. mars 2022 kl. 17:00 í fundarsal Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.

Viðstaddir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Hanna Björg Konráðsdóttir varaformaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður, Sigurður Guðjónsson aðalmaður og Úlfar Guðmundsson aðalmaður.

Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

1. Ársreikningur Reykjaneshafnar 2021 (2021100313)

Hafnarstjóri fór yfir stöðuna í endurskoðun á ársreikningi Reykjaneshafnar vegna ársins 2021.

2. Hafnarmannvirki Reykjaneshafnar (2020030194)

Hafnarstjóri fór yfir ýmislegt sem snýr að mannvirkjum hafnarinnar.

Fylgigögn:

Vatnsnesviti - grunnmynd
Ljósgeisli Vatnsnesvita - kort

3. Starfsmannamál (2022030406)

Hafnarstjóri kynnti drög að starfslokum starfsmanns hafnarinnar sem er að láta af störfum vegna heilsubrests. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir viðkomandi drög að starfslokum og þakkar viðkomandi starfsmanni störf hans í þágu hafnarinnar. Samþykkt samhljóða.

4. Íslenska Gámafélagið ehf. (2022030408)

Hafnarstjóri kynnti drög að leigusamningi við Íslenska Gámafélagið ehf. sem hefur óskað eftir því að taka á skammtímaleigu landsvæði í eigu Reykjaneshafnar á iðnaðarsvæðinu í Helguvík. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir viðkomandi drög að leigusamningi og felur hafnarstjóra að undirrita þau. Samþykkt samhljóða.

5. Siglingafélagið Knörr (2022010195)

Siglingafélagið Knörr hefur fengið aðstöðu í bráðabirgðahúsnæði í eigu Reykjanesbæjar sem staðsett er við smábátahöfnina í Grófinni. Hafnarstjóri kynnti erindi frá íþrótta- og tómstundafulltrúa Reykjanesbæjar fyrir hönd bæjarins þar sem hann óskar eftir stöðuleyfi fyrir viðkomandi aðstöðu á þessum stað til eins árs. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar fagnar því framtaki sem felst í endurreisn Siglingafélagsins Knarrar. Stjórnin samþykkir stöðuleyfi viðkomandi aðstöðu og vonar að starfsemi siglingafélagsins eigi eftir að eflast og blómstra. Samþykkt samhljóða.

Fylgigögn:

Umsókn um stöðuleyfi

6. Endurvinnslan hf. (2022030407)

Hafnarstjóri kynnti drög að samningi við Endurvinnsluna hf. varðandi útskipun á gleri um Helguvíkurhöfn til endurvinnslu erlendis. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir fyrirliggjandi drög og felur hafnarstjóra að undirrita þau. Samþykkt samhljóða.

7. Norðurál Helguvík ehf. (2020080524)

Hafnarstjóri fór yfir stöðu Reykjaneshafnar sem kröfuhafa í þrotabúið.

8. Upplýsingagjöf hafnarstjóra (2022010197)

Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi hafnarinnar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. apríl 2022.