282. fundur

29.05.2015 13:19

282. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar haldinn 29. maí 2015 að Skólavegi 1, kl: 08:15

Mættir : Elín Rós Bjarnadóttir formaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Anna Sigríður Jóhannesdóttir aðalmaður, Helga M Finnbjörnsdóttir aðalmaður, Margrét Blöndal varamaður, Guðmunda Lára Guðmundsdóttir grunnskólafulltrúi, Sóley Halla Þórhallsdóttir áheyrnarfulltrúi grunnskólastjórnenda, Styrmir Barkarson áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Anna Hulda Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra í leikskólum, Árdís Hrönn Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólakennara, Sveinn Ólafur Magnússon áheyrnarfulltrúi kennara og Helgi Arnarson fræðslustjóri, sem ritaði fundargerð.


1. Drög að nýju skipuriti fræðslusviðs (2015010099)
Helgi Arnarson kynnir drögin

Helgi Arnarson kynnti drögin.  Helstu breytingar eru að:
- daggæsla barna í heimahúsum færist undir fræðslusvið,
-íþrótta- og tómstundamál færast undir fræðslusvið,
-rekstur íþróttamannvirkja færist undir fræðslusvið.
Umræður urðu um forvarnarmál, fræðslustjóra og formanni fræðsluráðs var falið að vinna það mál áfram.

2. Vinnulag við undirbúning dagskrár fræðsluráðsfunda (2015010099)
Mikilvægt er að virkja allt skólasamfélagið í því að koma málefnum á dagskrá fræðsluráðsfunda.  Hvaða leiðir viljum við fara til þess?

Hvernig er hægt að virkja skólasamfélagið í því að koma fram með mál á fræðsluráðsfundi?
Hver áheyrnarfulltrúi kalli eftir hugmyndum í sínum hópi um mál til umræðu í fræðsluráði.
Formaður fræðsluráðs sendi tölvupóst á ráðið, stjórnendur stofnana og dagforeldra og fái tillögur að umfjöllunarefni á fræðsluráðsfundi.

3. Húsnæðismál grunnskóla - framtíðaráætlun (2015010099)
Helgi Arnarson segir frá stöðu mála

Verið er að vinna að skammtímalausn á húsnæðisvanda Akurskóla og gerðar verða breytingar á húsnæði Heiðarskóla í tengslum við tilfærslu á lausum kennslustofum.
Helgi kynnti fyrirliggjandi hugmyndir frá fráfarandi fræðslustjóra um framtíðaruppbyggingu skólahúsnæðis.
Fræðsluráð taki málið til umræðu og taki þátt í mótun framtíðaráætlunar.

4. Óskir ungmennaráðs (2015010099)
Ungmennaráð óskaði eftir meiri forvarnarfræðslu og að hún verði samræmd milli skóla. Ráðið óskar sérstaklega eftir kynfræðslu og fræðslu um samkynhneigð.

Formaður fræðsluráðs gerði grein fyrir málinu. Nauðsynlegt að hlusta á ungmennin, tryggja kennslu í grunnskólum og taka málefnið til umræðu í skólunum.
Kallað verði eftir upplýsingum um hvernig staðið er að kynfræðslu í grunnskólum og í framhaldi af því lögð fram tillaga að samræmingu kennslu í kynfræðslu í grunnskólum.  Gert verði ráð fyrir námskeiði fyrir kennara á endurmenntunardögum í ágúst.

5. Umbunarkerfi grunnskólanna (2015010099)
Hvað getum við gert betur?  Mikilvægt er að tryggja að nemendur sem ekki fá umbun upplifi sig ekki niðurlægða.

Umræður hafa skapast um umbun fyrir góða mætingu í grunnskólum. Fræðslustjóri taki upp umræður við skólastjóra um málið.

6. Hvatningarverðlaun fræðsluráðs (2015050339)
Ákveðið að halda áfram með Hvatningarverðlaunin og auglýsa eftir tilnefningum.

7. Samstarf um öndvegisskóla að Ásbrú (2015050343)
Árni Sigfússon kynnir verkefnið

Árni Sigfússon gerði grein fyrir verkefni um öndvegisskóla að Ásbrú.  Þetta er  tveggja ára samvinnuverkefni um uppbyggingu nýsköpunarsamfélags  með skólasamfélaginu á Ásbrú. Fræðsluráð fagnar hugmyndinni og samþykkir  að fara af stað með hana.

8. Ljósanótt - Hugmynd (2015010099)
Foreldrafélag leikskólans Holts leggur til að gróðursett verði tré á ákveðnum stað, í tilefni af setningu Ljósanætur.

Fræðsluráð fagnar hugmyndinni og kemur henni á framfæri við umhverfissvið.

9. Önnur mál (2015010099)
Fræðsluráð þakkar þeim áheyrnarfulltrúum sem ljúka setu í fræðsluráði fyrir ánægjulegt samstarf.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. júní 2015.

Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.