283. fundur

28.08.2015 13:31

283. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar haldinn 28. ágúst 2015 að Skólavegi 1, kl: 08:15

Mættir : Elín Rós Bjarnadóttir formaður,  Helga M Finnbjörnsdóttir aðalmaður, Haraldur Helgason varamaður, Ísak Ernir Kristinsson varamaður, Margrét Blöndal aðalmaður, Ásgerður Þorgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Ingibjörg Guðjónsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Árdís Hrönn Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólakennara,  Erna Ósk Steinarsdóttir áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Guðmunda Lára Guðmundsdóttir grunnskólafulltrúi sem ritaði fundargerð.

1. Smávægileg breyting á skóladagatali Akurskóla (2015030336)
Breyting á skóladagatali Akurskóla. Fyrir liggur samþykki skólaráðs Akurskóla
Fræðsluráð samþykkir breytinguna.

2. Erindi til fræðsluráðs (2015080382)
Erindi Hönnu Bjargar Konráðsdóttur
Leikskólafulltrúi, gerði grein fyrir málinu.
Leikskólinn Garðasel er opinn til 17:15 daglega.
Opnunartími á Leikskólanum Velli var styttur sem hluti af sparnaðarráðstöfun.  Gerð var skoðunarkönnun um hve margir nýttu lengri opnunartíma og kom í ljós að ein fjölskylda nýtti sér hann. Í viðmiðum um opnunartíma  leikskóla kemur fram að ef fjölskyldur fimm barna þurfa lengri opnunartíma þá er opið lengur.  Sviðsstjóri fræðslusviðs svarar bréfi Hönnu formlega.

3. Önnur mál (2015010099)
1. Umræður um  grunnskóla Hjallastefnunnar og hvort hann væri möguleiki í umræðunni um framtíð uppbyggingar í skólamálum. Mikilvægt að halda áfram umræðu og ákvarðanatöku í uppbyggingu skóla og móta stefnu til framtíðar í skólamálum. Einnig þarf að huga að byggingu leikskóla eða stækkun þeirra sem fyrir eru.
2. Hvernig er staðan á starfsmannamálum á fræðslusviði?  Sviðsstjóri segir  ganga mjög vel og er nú fullmannað, öflug sérfræðiþjónusta er nú rekin á sviðinu.
3. Fjárhagsstaða fræðslusviðs. Staðan er í jafnvægi í sex mánaða uppgjöri ársins.
4. Fram kom hjá fulltrúum skólastjóra að erfitt var að manna stöður menntaðra  kennara í leik- og grunnskólum þetta haustið.
5. Umræður um sveigjanleika í sumarlokun á leikskólum.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________________________________________________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. september nk.

Fundargerðin var samþykkt 11-0. Baldur Guðmundsson, Árni Sigfússon, Kjartan Már Kjartansson og Friðjón Einarsson tóku til máls við afgreiðslu fundargerðar.