291. fundur

29.04.2016 12:21

291. fundur fræðsluráðs haldinn þann 29. apríl 2016 í  Fjölskyldusetrinu, Skólavegi 1, kl. 8:15.

Mættir: Alexendar Ragnarsson, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Árni Sigfússon, Helga M. Finnbjörnsdóttir, Margrét Blöndal, Árdís Hrönn Jónsdóttir, Elín Njálsdóttir, Erna Ósk Steinarsdóttir, Guðni Erlendsson, Guðný Karlsdóttir, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Kristín Helgadóttir, Helgi Arnarson og Guðmunda Lára Guðmundsdóttir, sem ritaði fundargerð.

1. Drög að nýrri menntastefnu Reykjanesbæjar

Anna Hulda Einarsdóttir og Anna Sigríður Jóhannesdóttir kynntu drögin. Anna Hulda sagði frá vinnuferli við mótun menntastefnunnar og kynnti stýrihópinn sem vann að verkinu. Anna Sigríður fór yfir drögin sem verða send fræðsluráði í dag. Fræðsluráð hefur hálfan mánuð til að gera athugasemdir við drögin.

2. Skóladagatal Holtaskóla.

Breyting á skóladagatali Holtaskóla samþykkt með þeim breytingum sem fræðsluráð óskaði eftir.

3. Skóladagatal Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

Haraldur Árni Haraldsson fylgdi dagatalinu úr garði. Skólastarf hefst 25.ágúst 2016 og lýkur 30. maí 2017. Fræðsluráð samþykkir skóladagatal TR, fyrir skólaárið 2016-2017.

4.  Menntamálastofnun. Ytra mat á skólum.

Fræðslustjóri sagði frá ytra mati Menntamálastofnunar. Akurskóli er einn þeirra skóla sem verður í ytra matinu í ár.

5. Hvatningarverðlaun fræðsluráðs.

Fræðslustjóri kynnti rafrænt form við tilnefningar. Tilnefningar eiga að berast fyrir 20. maí og verðlaunin verða afhent 7. júní 2016.

6.  Ráðningamál.

Gerð var grein fyrir hugmynd um aðkomu foreldra- og skólaráða að ferli ráðninga skólastjóra grunnskóla.  Málinu er vísað til endurskoðunar starfsmannastefnu Reykjanesbæjar.

7. Aðgerðaáætlun gegn ofbeldi á börnum í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar.

Anna Sigríður vakti athygli á því að skólar hafa verið að gera sér aðgerðaáætlun  gegn ofbeldi á börnum á leik- og grunnskólaaldri og leggur til að íþrótta- og skólasamfélagið í Reykjanesbæ setji sér slíka aðgerðaáætlun. Fræðsluráð tekur undir þetta og felur fræðslustjóra að taka saman upplýsingar frá skólum  og íþróttafélögum um fræðslu og ferli í slíkum málum.

8. Hreysti barna í leik- og grunnskólum.

Anna Sigríður kynnti og ræddi um hvernig best væri að ná til foreldra nemenda af erlendum uppruna til að kynna áherslur samfélagsins á hreysti barna, íþróttir og tómstundastarf. 

Efla mætti hreyfingu barna í leik- og grunnskólum bæjarins og kynna betur góð verkefni sem eru í gangi.

Styrkja þarf tengingu skóla við einstakar íþróttagreinar og kynna þær foreldrum leik- og grunnskólabarna.

Skipuleggja mætti frekar hreyfingu í frímínútum í grunnskólum.

Tillaga kom fram um að fá framkvæmdastjóra Skólamatar á fund fræðsluráðs einu sinni á ári t.d. í október.

Fræðslustjóra falið að vinna með íþrótta- og tómstundafulltrúa að frekari útfærslu.

9. Önnur mál

1. Fræðslustjóri minnti á fjölskylduhátíð í Myllubakkaskóla 30. apríl, kl. 11-13, á vegum Móðurmáls, samtaka um tvítyngi á Suðurnesjum.

2. Skólastjórar grunnskóla hafa miklar áhyggjur af því hve illa gengur að ráða kennara til starfa fyrir næsta vetur.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. maí 2016.