296. fundur

23.11.2016 00:00

296. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Skólavegi 1 þann 23.11.2016 kl. 08:15.

 Viðstaddir: Alexander Ragnarsson, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Helga M. Finnbjörnsdóttir, Jóhanna Sigurbjörnsdóttir, Ísak Ernir Kristinsson, Ingibjörg Guðjónsdóttir fulltrúi leikskólastjóra,  Eðvarð Þór Eðvarðsson fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Sigurborg Magnúsdóttir fulltrúi leikskólakennara, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Sóley Halla Þórhallsdóttir grunnskólafulltrúi sem ritaði fundargerð.

 1. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar (2016110253)

Haraldur Árni skólastjóri Tónlistarskólans sagði frá fjölbreyttu starfi skólans sem hefur gengið mjög vel á þessari haustönn.

Í Tónlistarskólanum eru nú 368 nemendur og í forskóla grunnskólanna 479 nemendur en kennarar Tónlistarskólans sinna þeirri fræðslu.

 2. Starfsáætlanir leikskóla 2016-2017 (2016110221)

Ingibjörg Bryndís leikskólafulltrúi kynnti starfsáætlanir leikskólanna. Fræðsluráð staðfestir starfsáætlanirnar.

 3. Upplýsingar frá leikskólafulltrúa (2016110254)

Ingibjörg Bryndís leikskólafulltrúi fór yfir tölulegar upplýsingar um fjölda leikskólabarna. Nú er 951 barn í leikskólum bæjarins en haustið 2015 voru þau 898.

Einnig kynnti hún niðurstöður úr Hljóm – 2 en það er skimunarpróf sem kannar hljóðkerfisvitund fimm ára barna.

 4. Niðurstöður úr samræmdum könnunarprófum í 4. og 7. bekk (2016110255)

Helgi sviðsstjóri fræðslusviðs kynnti niðurstöður samræmdra könnunarprófa í 4. og 7. bekk haustið 2016.

 5. Önnur mál (2016010248)

Fræðsluráð óskar leikskólanum Holti til hamingju með verðlaunin sem hann fékk fyrir Erasmus verkefnið  Lýðræði og læsi. Einnig fær Myllubakkaskóli hamingjuóskir með verðlaunin fyrir First Legó League verkefnið sitt.

Ákveðið að fundir fræðsluráðs eftir áramót verði haldnir í grunnskólum bæjarins.

Ákveðið að næsti fundur fræðsluráðs verði 14. desember.

Eðvarð fulltrúi grunnskólastjóra vakti athygli á  mjög alvarlegri stöðu skólanna vegna kjaramála grunnskólakennara. 

 Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. desember 2016.