314. fundur

10.08.2018 00:00

314. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Skólavegi 1 þann 10. ágúst 2018 kl. 08:15.

Viðstaddir: Andri Örn Víðisson, Bjarni Páll Tryggvason, Guðbjörg Ingimundardóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Valgerður Björk Pálsdóttir formaður.
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi, Sóley Halla Þórhallsdóttir grunnskólafulltrúi, Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

Formaður fræðsluráðs bauð alla velkomna á fyrsta fund kjörtímabilsins. Ráðið lýsir yfir ánægju með kynjahlutfall í nefndinni.

1. Fundir fræðsluráðs og leiðbeiningar kjörinna fulltrúa (2018080038)
Fræðsluráð ákveður að hafa fundi á fjögurra vikna fresti.
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs fór yfir leiðbeiningar fyrir skólanefndir grunn- og leikskóla. Fulltrúar í fræðsluráði hafa fengið leiðbeiningarnar sendar og eru hvattir til að fara vel yfir þær.

2. Kynning á fræðslusviði (2018080039)
Helgi Arnarsson sviðsstjóri fræðslusviðs kynnti fræðslusvið, þjónustuþætti þess, helstu áskoranir og tækifæri.

3. Umsókn um heimakennslu (2018080040)
Lagt fram minnisblað Helga Arnarsonar sviðsstjóra, umsækjendur uppfylla öll skilyrði sem sett eru. Heimaskóli barnsins er tilbúinn til að vera þjónustuskóli barnsins. Fræðsluráð samþykkir samhljóða umsóknina fyrir skólaárið 2018 – 2019.

4. Haustráðstefna grunnskólanna í Reykjanesbæ, Garði og Sandgerði 13. ágúst 2018 (2018040081)
Sóley Halla Þórhallsdóttir kynnti dagskrá haustráðstefnu grunnskólanna. Fulltrúar fræðsluráðs eru velkomnir á ráðstefnuna.

5. Leikskólavist fyrir 18 mánaða börn (2018080042)
Lagt fram minnisblað frá Ingibjörgu Bryndísi Hilmarsdóttur um leikskólavist fyrir 18 mánaða börn vegna fækkunar dagforeldra.
Fræðslusviði er falið að vinna málið áfram með tilliti til kostnaðar og annarra þátta. Fræðsluráð mælir með að þjónusta við börn og foreldra verði aukin í samræmi við þær hugmyndir sem koma fram í minnisblaðinu, er það í samræmi við stefnu allra flokka sem eiga sæti í fræðsluráði.
Fræðsluráð mun móta framtíðarsýn varðandi leikskólapláss yngri barna.

6. Setning Ljósanætur (2018080043)
Helgi Arnarson sviðsstjóri kynnti fyrirkomulag setningar Ljósanætur. Breytt fyrirkomulag verður á setningunni. Setningin mun nú fara fram miðvikudaginn 29. ágúst, kl. 16.30 í Skrúðgarðinum.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. ágúst 2018.