317. fundur

02.11.2018 00:00

317. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Skólavegi 1 þann 2. nóvember 2018 kl. 08:15.

Viðstaddir: Andri Örn Víðisson, Bjarni Páll Tryggvason, Íris Ósk Kristjánsdóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Valgerður Björk Pálsdóttir formaður.
Gróa Axelsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Skúli Sigurðsson fulltrúi grunnskólakennara, Jurgita Milleriene fulltrúi grunnskólakennara, Anna Hulda Einarsdóttir fulltrúi FFGÍR, Kristín Helgadóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Lydía Helgadóttir fulltrúi leikskólakennara, Erla Hafsteinsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna.
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Sóley Halla Þórhallsdóttir grunnskólafulltrúi, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Sumarlokun leikskóla 2019 (2018100240)
Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi kynnti tillögu um sumarlokun leikskóla fyrir árið 2019.

Fræðsluráð samþykkir tillöguna.

2. Breyttur opnunartími í leikskólanum Garðaseli (2018100241)
Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi kynnti beiðni frá leikskólanum Garðaseli um að opnunartími leikskólans verði styttur.

Fræðsluráð óskar eftir nánari upplýsingum. Málinu frestað til næsta fundar.

3. Starfsáætlanir leikskóla 2018 - 2019 (2018100224)
Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi kynnti starfsáætlanir leikskólanna.

Fræðsluráð staðfestir starfsáætlanirnar og lýsir yfir ánægju með það góða starf sem unnið er í leikskólum sveitarfélagsins.

4. Skipun vinnuhóps vegna frístundaheimila (2018100258)
Sóley Halla Þórhallsdóttir grunnskólafulltrúi gerði grein fyrir málinu.

Fræðsluráð samþykkir skipun starfshóps sem hefur það hlutverk að útbúa handbók með viðmiðum um faglegt starf á frístundaheimilum Reykjanesbæjar. Á næsta ári mun fræðsluráð vinna frekari stefnumótun í málefnum frístundaheimila og m.a. skoða kosti safnfrístundar, opnun frístundaheimila yfir sumartíma og samþættingu frístundar og íþrótta og tómstunda barna.

5. Stapaskóli (2016110190)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn og kynnti stöðu mála varðandi Stapaskóla ásamt Helga Arnarsyni sviðsstjóra fræðslusviðs.

Fræðsluráð þakkar góða kynningu.

6. Starfsáætlanir og skólanámskrár grunnskóla Reykjanesbæjar (2018090308)
Sóley Halla Þórhallsdóttir grunnskólafulltrúi kynnti skólanámsskrár og starfsáætlanir grunnskólanna og sagði frá því að fyrirhugað væri að endurskoða skólanámskrár grunnskóla Reykjanesbæjar, bæði almenna hlutann og starfsáætlanir.

Fulltrúar D-listans og Frjáls afls lögðu fram eftirfarandi bókun um starfsáætlun Háaleitisskóla:
Framlögð starfsáætlun Háaleitisskóla fjallar ekki um viðfangsefni innra mats skólans; það vantar upplýsingar um nemendafélag, skólareglur og tómstundastarf, einnig vantar starfsáætlanir skólaráðs og foreldrafélags. Starfsáætlun Háaleitisskóla 2018-2019 uppfyllir því ekki kröfur aðalnámskrár grunnskóla um efnistök. Því teljum við ótækt að fræðsluráð staðfesti gildistöku hennar. Við fögnum því að stefnt sé að því að uppfæra og samræma áætlanir milli skólanna með stuðningi fræðsluskrifstofu.

Fræðsluráð staðfestir skólanámsskrár og starfsáætlanir grunnskóla Reykjanesbæjar. Ráðið leggur til að við endurskoðun skólanámskráa verði tekið tillit til framkominna athugasemda.

7. Breyting á skóladagatali Myllubakkaskóla (2018020258)
Sóley Halla Þórhallsdóttir grunnskólafulltrúi gerði grein fyrir málinu.

Fræðsluráð samþykkir breytingu á skóladagatali Myllubakkaskóla.

8. Leikskólavist fyrir 18 mánaða börn (2018100259)
Fræðsluráð felur leikskólafulltrúa að gera úttekt á stöðu hvers leikskóla fyrir sig varðandi möguleika á að bjóða 18 mánaða börnum leikskólavist. Skal úttektin fjalla um stöðu á húsnæði/lóð og möguleika á stækkun sem og mat skólastjóra á getu/vilja til þess að bjóða 18 mánaða börnum leikskólavist með tilliti til starfsmannahalds og faglegs leikskólastarfs.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. nóvember 2018.