318. fundur

07.12.2018 00:00

318. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Skólavegi 1 þann 7. desember 2018 kl. 08:15.

Viðstaddir: Andri Örn Víðisson, Bjarni Páll Tryggvason, Íris Ósk Kristjánsdóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Valgerður Björk Pálsdóttir formaður.
Gróa Axelsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Skúli Sigurðsson fulltrúi grunnskólakennara, Þórdís Elín Kristinsdóttir fulltrúi FFGÍR, Ólöf Magnea Sverrisdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Lydía Helgadóttir fulltrúi leikskólakennara, Erla Hafsteinsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna.
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Sóley Halla Þórhallsdóttir grunnskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. ÍSAT (íslenska sem annað tungumál) í grunnskólum Reykjanesbæjar (2018120033)
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir sérkennsluráðgjafi mætti á fundinn og kynnti verkefnið.

Ráðið fagnar góðu framtaki og mun fylgjast með þróun þess.

2. Starfsemi Tónlistarskóla Reykjanesbæjar (2018030169)
Haraldur Á. Haraldsson skólastjóri tónlistarskólans mætti á fundinn og kynnti starfsemi skólans skólaárið 2018 - 2019. Fram kom að um 900 nemendur hófu nám í haust og mikil gróska er í starfinu. Töluverður fjöldi er á biðlista.
Skólinn verður 20 ára þann 1. september 2019 og verða m.a. tveir stórir viðburðir af því tilefni. Næsta haust verður settur upp söngleikurinn Fiðlarinn á þakinu í samstarfi við menningarhópa í sveitarfélaginu og annað stórt verkefni er í farvegi þar sem breiðari hópur nemenda tekur þátt.
Haraldur telur nauðsynlegt að farið verði í endurskoðun á aðalnámskrá fyrir tónlistarskóla og mun skólinn beita sér fyrir því.

3. Samræmd könnunarpróf í grunnskólum Reykjanesbæjar (2018030210)
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs fór yfir niðurstöður samræmdra könnunarprófa í grunnskólum sveitarfélagsins haustið 2018.

4. Framkvæmdir við leik- og grunnskóla (2018120034)
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs kynnti verkferla við framkvæmdir á húsnæði skóla sveitarfélagsins.

5. Breyttur opnunartími í leikskólanum Garðaseli (2018100241)
Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

Málinu er frestað.

6. Önnur mál (2018010213)
Næsti fundur fræðsluráðs verður haldinn 11. janúar 2019.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. desember 2018.