319. fundur

11.01.2019 00:00

319. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Skólavegi 1 þann 11. janúar 2019 kl. 08:15.

Viðstaddir: Andri Örn Víðisson, Bjarni Páll Tryggvason, Íris Ósk Kristjánsdóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Valgerður Björk Pálsdóttir formaður.
Gróa Axelsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Skúli Sigurðsson fulltrúi grunnskólakennara, Jurgita Milleriene fulltrúi grunnskólakennara, Anna Hulda Einarsdóttir fulltrúi FFGÍR, Ólöf Magnea Sverrisdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Erla Hafsteinsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna.
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Sóley Halla Þórhallsdóttir grunnskólafulltrúi, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Breyttur opnunartími í leikskólanum Garðaseli (2018100241)

Valgerður Pálsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd meirihluta fræðsluráðs:

„Fræðsluráð samþykkir að stytta opnunartíma leikskólans Garðasels frá og með haustinu 2019. Vegna takmarkaðrar nýtingar á dvalartímanum 16.30 - 17.15 og vandkvæða sem fylgja því að manna leikskólann á þessum tíma verður opnunartíminn styttur til kl. 16.30. Skal foreldrum barna á Garðaseli kynnt breytingin eins fljótt og vel og kostur er.
Eftir ár, í janúar 2020, verður óskað eftir stöðumati frá Garðaseli varðandi breytinguna þar sem leikskólinn mun kalla eftir viðbrögðum foreldra. Þó að líta megi á að ákveðin þjónustuskerðing eigi sér stað vill fræðsluráð horfa til þróunar í leikskólamálum á Íslandi undanfarin ár þar sem opnunartími er víðast hvar að færast til kl. 16.15 með tilliti til velferðar barna. Allir aðrir leikskólar í Reykjanesbæ loka kl. 16.15 og vill fræðsluráð hvetja vinnumarkaðinn til þess að koma til móts við foreldra ungra barna með sveigjanlegum vinnutíma.“

Samþykkt með 4 atkvæðum fulltrúa Y-, B-, S- og Á-lista. Fulltrúi D-lista situr hjá.

2. Samræmd könnunarpróf (2018030210)
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs fór yfir og útskýrði framkvæmd og niðurstöður samræmdra könnunarprófa haustið 2018. Umræður um málið.

3. Starfsáætlun fræðslusviðs 2019

Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs kynnti drög að starfsáætlun ársins 2019.

Skúli Sigurðsson fulltrúi grunnskólakennara lagði fram eftirfarandi bókun:

„Við trúnaðarmenn á Suðurnesjum viljum vekja athygli á því ástandi sem ríkir í grunnskólum á svæðinu. Eftir að hafa verið á fundi og rætt málin þá er samróma ályktun okkar að óeðlilegt álag sé á kennurum og kemur það mikið niður á þeim. Margir kennarar eru að gefast upp á því álagi.
Nú í haust eru einhver dæmi um kulnun í starfi hjá kennurum þannig að fólk er komið í veikindafrí eða hreinlega er hætt að starfa í skólunum. Lítil úrræði á þeim málum sem koma upp í skólunum er stór þáttur í þessu ástandi. Það er sveitarstjórnar að vinna í því að bæta ástandið í skólunum og hafa úrræði fyrir þá sem þurfa en ekki horfa framhjá vandamálinu og vona að það hverfi bara. Til framtíðar hljótum við öll sem samfélag að græða á því ef tekið er rétt á málunum í upphafi þannig að vandinn verði ekki stærri".

Fræðsluráð þakkar góða kynningu og staðfestir starfsáætlun fræðslusviðs 2019 með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 22. janúar 2019.