331. fundur

06.03.2020 08:15

331. fundur fræðslusviðs Reykjanesbæjar var haldinn að Skólavegi 1 þann 6. mars 2020 kl. 08:15

Viðstaddir: Valgerður Björk Pálsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Andri Örn Víðisson, Íris Ósk Kristjánsdóttir.
Bryndís Björg Guðmundsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Silja Konráðsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Anita Engley Guðbergsdóttir fulltrúi FFGÍR, Hanna Málmfríður Harðardóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Lydía Helgadóttir fulltrúi leikskólakennara.
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Erindisbréf starfshóps um samþættingu skólastarfs og frístundastarfs (2020010077)

Drög að erindisbréfi starfshóps um samþættingu skólastarfs og íþrótta- og tómstundastarfs lögð fram.

Fræðsluráð samþykkir erindisbréfið.

Fylgigögn:

Erindisbréf starfshóps um samþættingu skólastarfs og íþrótta- og tómstundastarfs

2. Reglur um nýsköpunar- og þróunarsjóð fræðslusviðs Reykjanesbæjar (2020030098)

Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs og Haraldur Axel Einarsson, grunnskólafulltrúi, lögðu fram reglur um styrkveitingar fræðslusviðs vegna nýsköpunar- og þróunarsjóðs.

Fræðsluráð samþykkir reglurnar.

Fylgigögn:

Reglur um styrkveitingar fræðslusviðs vegna nýsköpunar- og þróunarsjóðs

3. Reglur um stuðning við réttindanám fagfólks í grunnskólum (2020030103)

Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs og Haraldur Axel Einarsson, grunnskólafulltrúi, gerðu grein fyrir málinu.

Grunnskólafulltrúa er falið að vinna málið áfram og leggja endanleg drög að reglum um stuðning við réttindanám fagfólks í grunnskólum fram á næsta fundi fræðsluráðs.

4. Erindi frá Samtökum dagforeldra á Suðurnesjum (2020021665)

Lagt fram.

Fræðsluráð hvetur dagforeldra til þess að fresta fyrirhuguðum gjaldskrárhækkunum í ágúst, til þess að sveitarfélagið geti brugðist við mögulegum hækkunum með hagsmuni foreldra að leiðarljósi. Ráðið felur fræðsluskrifstofu að boða forsvarsmenn samtakanna á sinn fund til að fara yfir efni bréfsins.

Fylgigögn:

Dagforeldrar í Reykjanesbæ - erindi frá Samtökum dagforeldra á Suðurnesjum

5. Skólaforðun (2020030111)

Einar Trausti Einarsson, yfirsálfræðingur á fræðslusviði, mætti á fundinn og kynnti niðurstöður kannana á skólasókn og líðan nemenda í grunnskólum Reykjanesbæjar og fór yfir drög að verkefnaáætlun fræðslusviðs vegna skólaforðunar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. mars 2020.