333. fundur

08.05.2020 08:15

333. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn þann 8. maí 2020 kl. 08:15

Viðstaddir: Valgerður Björk Pálsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Andri Örn Víðisson, Íris Ósk Kristjánsdóttir.

Bryndís Björg Guðmundsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Silja Konráðsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Anita Engley Guðbergsdóttir fulltrúi FFGÍR, Hanna Málmfríður Harðardóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Lydía Helgadóttir fulltrúi leikskólakennara, Hanna María Kristjánsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna.

Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Ársskýrsla FFGÍR 2019 (2020050082)

Anita Engley Guðbergsdóttir, formaður FFGÍR, lagði fram ársskýrslu FFGÍR 2019 - 2020 og skýrði frá starfinu á liðnu starfsári.

2. Endurskoðun menntastefnu Reykjanesbæjar (2020010070)

Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, gerði grein fyrir stöðunni á vinnu við endurskoðun menntastefnu Reykjanesbæjar.

3. Leikskólavist fyrir börn yngri en 24 mánaða (2019120045)

Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir, leikskólafulltrúi, fór yfir vinnu faghóps vegna ungbarnaleikskóla eða ungbarnadeilda á leikskólum í Reykjanesbæ.

Vegna Covid-19 hefur vinna tafist og er gert ráð fyrir að skýrsla faghópsins verði tilbúin á næsta fundi fræðsluráðs.

4. Sumarlokanir í leikskólum (2020040008)

Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir, leikskólafulltrúi, gerði grein fyrir málinu og rætt var um kosti og galla sumarlokana í leikskólum.

5. Umhverfisstefna Reykjanesbæjar (2020021391)

Tillögur að nálgun, viðfangsefnum og markmiðum umhverfisstefnu Reykjanesbæjar lagðar fram.

Málinu er frestað til næsta fundar ráðsins.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. maí 2020.