339. fundur

15.01.2021 08:15

339. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn þann 15. janúar 2021 kl. 08:15

Viðstaddir: Valgerður Björk Pálsdóttir formaður, Díana Hilmarsdóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Íris Ósk Kristjánsdóttir.

Bryndís Jóna Magnúsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Silja Konráðsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Hanna Málmfríður Harðardóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Lydía Helgadóttir fulltrúi leikskólakennara.

Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Atvinnutengt nám – kynning á tilraunaverkefni (2021010307)

Einar Trausti Einarsson yfirsálfræðingur mætti á fundinn og kynnti tilraunaverkefni sem farið hefur verið af stað með í samstarfi fræðslusviðs og velferðarsviðs Reykjanesbæjar þar sem greitt er fyrir vinnuframlag sem hluta af þátttöku í atvinnutengdu námi.

Fræðsluráð þakkar fyrir góða kynningu.

2. Stytting vinnuvikunnar – kynning á framkvæmd (2019100323)

Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi og Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi gerðu grein fyrir stöðu mála varðandi styttingu vinnuvikunnar í grunnskólum og leikskólum sveitarfélagsins.

3. Samræmd könnunarpróf – nánari skoðun (2020120052)

Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs fór yfir niðurstöður úr samræmdum könnunarprófum í grunnskólum Reykjanesbæjar haustið 2020.

Lögð fram tillaga frá Önnu Sigríði Jóhannesdóttur (D) um að gerð verði úrbótaáætlun til að bæta námsárangur allra nemenda í grunnskólum Reykjanesbæjar.

Fræðsluráð tekur undir tillöguna og felur sviðsstjóra fræðslusviðs að kynna yfirlit yfir núverandi aðgerðir og þær aðgerðir sem stefnt er að til þess að ná fram bættum námsárangri allra nemenda í grunnskólum Reykjanesbæjar.

Fylgigögn:

Tillaga frá fulltrúa D-lista

4. Umsókn um leyfi til daggæslu barna í heimahúsum (2021010055)

Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi lagði fram umsókn um starfsleyfi fyrir dagforeldri frá Eysteini Erni Garðarssyni. Öll tilskilin gögn eru fyrir hendi.

Starfsleyfið er veitt.

5. Framboð grænkerafæðis í skólum - áskorun (2020120397)

Lögð fram áskorun frá Samtökum grænkera á Íslandi um að sveitarfélög setji skýr markmið varðandi aukið framboð grænkerafæðis í skólum. Samtökin sendu einnig áskorun til allra leik- og grunnskóla landsins þar sem skólarnir eru hvattir til að bjóða oftar eða að lágmarki einu sinni í viku upp á grænkerafæði fyrir alla nemendur.

Fræðsluráð þakkar fyrir áskorunina. Það er nú þegar boðið upp á grænkerafæði á hverjum degi í grunnskólum Reykjanesbæjar. Leikskólafulltrúi mun eiga samtal við leikskólastjóra um að bæta framboð grænkerafæðis.

Fylgigögn:

Áskorun frá Samtökum grænkera á Íslandi

6. Menningarstefna Reykjanesbæjar – beiðni um umsögn (2019051729)

Menningar- og atvinnuráð óskar eftir umsögn um menningarstefnu Reykjanesbæjar 2020-2025.

Drög að menningarstefnu lögð fram. Málið verður tekið til afgreiðslu á næsta fundi fræðsluráðs.

7. Krakkarnir í hverfinu – lykiltölur í lífi barna (2019110250)

Hafþór B. Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti niðurstöður rannsóknarinnar Ungt fólk 2020 sem byggðar eru á könnun sem lögð var fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekkjum í grunnskólum Reykjanesbæjar í október 2020 af rannsóknarmiðstöðinni Rannsóknum og greiningu. Hann fór einnig yfir þróun forvarnarstarfs í Reykjanesbæ á undanförnum áratugum, þann árangur sem náðst hefur og helstu atriði sem þarf að huga að í forvarnarmálum.

Fræðsluráð þakkar fyrir góða kynningu. Margt jákvætt kom fram í skýrslunni um líðan ungs fólks. Nokkur atriði valda þó áhyggjum og mun fræðsluráð í samstarfi við önnur ráð bregðast við þeim þáttum.

Fylgigögn:

Skýrsla Rannsóknar og greiningar - Ungt fólk 2020 - Reykjanesbær

8. Fundargerðir neyðarstjórnar (2021010061)

Fundargerðir lagðar fram.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða fundargerðir neyðarstjórnar á vef Reykjanesbæjar


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. janúar 2021.