343. fundur

14.05.2021 08:15

343. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn þann 14. maí 2021 kl. 08:15

Viðstaddir: Valgerður Björk Pálsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Andri Örn Víðisson, Íris Ósk Kristjánsdóttir.

Bryndís Jóna Magnúsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Silja Konráðsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Hanna Málmfríður Harðardóttir fulltrúi leikskólastjóra, Hanna María Kristjánsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna.

Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Skóladagatal Tónlistarskóla Reykjanesbæjar 2021-2022 (2021050205)

Fræðsluráð staðfestir skóladagatal Tónlistarskóla Reykjanesbæjar fyrir skólaárið 2021 – 2022.

2. Hvatningarverðlaun fræðsluráðs 2021 – fyrirkomulag (2021050207)

Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs kynnti fyrirkomulag hvatningarverðlauna fræðsluráðs 2021.

Fræðsluráð Reykjanesbæjar efnir árlega til hvatningarverðlauna fyrir verkefni í skólastarfi sem þykja skara fram úr og vera öðrum til eftirbreytni. Verðlaunin eru veitt til einstaka kennara, kennarahópa og starfsmanna í leikskólum, grunnskólum og tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem standa að baki verkefnunum. Skila þarf inn ábendingum fyrir 28. maí 2021 og verða verðlaunin síðan afhent miðvikudaginn 9. júní 2021.

Fylgigögn:

Hvatningarverðlaun fræðsluráðs 2021 - auglýsing

3. Nýsköpunar- og þróunarsjóður – uppfærðar reglur og úthlutun (2021040126)

Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi fór yfir úthlutun úr nýsköpunar- og þróunarsjóði fræðslusviðs fyrir skólaárið 2021-2022 og lagði fram drög að uppfærðum reglum um styrkveitingar úr sjóðnum.

Fræðslusvið Reykjanesbæjar auglýsti þann 6. apríl eftir umsóknum vegna úthlutunar úr nýsköpunar- og þróunarsjóði sviðsins. Markmið með sjóðnum er að stuðla að nýsköpun, framþróun og öflugu innra starfi leik- og grunnskóla í Reykjanesbæ.

Matsnefnd nýsköpunar- og þróunarsjóðs fræðslusviðs hefur lokið úthlutun fyrir skólaárið 2021-2022. Alls bárust umsóknir um styrki til 35 verkefna upp á rúma 31 milljón króna. Úthlutunin nær til 21 verkefnis og nemur heildarfjárhæð styrkloforða 9.960.000 kr.

Fræðsluráð samþykkir uppfærðar reglur um styrkveitingar fræðslusviðs vegna nýsköpunar- og þróunarsjóðs.

Fylgigögn:

Reglur um styrkveitingar fræðslusviðs vegna nýsköpunar- og þróunarsjóðs - uppfærðar
Úthlutun úr nýsköpunar- og þróunarsjóði fræðslusviðs 2021-2022

4. Persónuverndarstefnur skóla Reykjanesbæjar (2021040437)

Drög að persónuverndarstefnum fyrir skóla Reykjanesbæjar lagðar fram.

Fræðsluráð samþykkir persónuverndarstefnur grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla Reykjanesbæjar með framkominni athugasemd og felur skólastjórnendum að sjá til þess að þær verði aðgengilegar á vefsíðum skólanna.

5. Mælaborð fræðslusviðs – fyrsti ársfjórðungur 2021 (2021050208)

Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs kynnti mælaborð fyrsta ársfjórðungs ársins 2021.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. maí 2021.