344. fundur

04.06.2021 08:15

344. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar var haldinn í Stapaskóla, Dalsbraut 11 þann 4. júní 2021 kl. 08:15

Viðstaddir: Valgerður Björk Pálsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Andri Örn Víðisson, Íris Ósk Kristjánsdóttir.
Bryndís Jóna Magnúsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Silja Konráðsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Anita Engley Guðbergsdóttir fulltrúi FFGÍR, Hanna Málmfríður Harðardóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Lydía Helgadóttir fulltrúi leikskólakennara.
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Menntastefna Reykjanesbæjar (2020010070)

Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra mætti á fundinn og kynnti drög að menntastefnu Reykjanesbæjar 2021-2030.

Fræðsluráð þakkar fyrir vel unna stefnu og leggur drög að menntastefnu Reykjanesbæjar 2021-2030 fram til umsagnar í nefndum og ráðum Reykjanesbæjar.

2. Samþætting skólastarfs og íþrótta- og tómstundastarfs (2020010077)

Hafþór B. Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi mætti á fundinn og kynnti verkefnið samþætting skólastarfs og íþrótta- og tómstundastarfs en áætlað er að það hefjist í ágúst nk. Boðið verður upp á akstur í íþróttir og tómstundir frá grunnskólum Reykjanesbæjar fyrir nemendur á frístundaheimilum.

Fræðsluráð lýsir ánægju með að verkefnið sé að hefjast.

Fræðsluráð vill nota tækifærið og óska Heiðarskóla til hamingju með sigurinn í Skólahreysti.

Fylgigögn:

Samþætting íþrótta- og tómstundastarfs við skólastarf - kynning

3. Leikskólamál (2021050176)

a. Forskóladeild fyrir 5 ára börn

Á fundi bæjarstjórnar 18. maí sl. var lögð fram tillaga um að fræðslusviði Reykjanesbæjar yrði falið að kanna kosti, galla og kostnað við að bjóða upp á forskóladeild fyrir 5 ára börn í sveitarfélaginu og óskaði bæjarráð í kjölfarið eftir því að fræðsluráð tæki málið til skoðunar.

Fræðsluráð felur sviðsstjóra fræðslusviðs og leikskólafulltrúa að undirbúa kynningu um málið fyrir næsta fund fræðsluráðs.

b. Dagvistun barna undir 2 ½ árs aldri

Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi gerði grein fyrir málinu.

Á fundi bæjarráðs 20. maí sl. voru lögð fram svör leikskólafulltrúa við spurningum sem fram komu í bæjarráði 12. maí varðandi dagvistun barna undir 2 ½ árs aldri. Bæjarráð óskaði eftir því að fræðsluráð tæki málið til frekari skoðunar.

Fræðsluráð þakkar fyrir kynninguna. Málið verður unnið áfram hjá fræðslusviði og fræðsluráði.

Fylgigögn:

Dagvistun og leikskólavist barna yngri en tveggja ára
Tölulegar upplýsingar um skráningu 18 mánaða barna í leikskóla

4. Allir með! (2020010276)

Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi lagði fram minnisblað frá stýrihópi verkefnisins Allir með! þar sem óskað er eftir að gert verði ráð fyrir fjármagni til verkefnisins í fjárhagsáætlunum í framtíðinni. Stýrihópurinn leggur til að fjármagnið skiptist á fræðslusvið og velferðarsvið eftir umfangi verkefna og skiptingu þeirra á milli sviða.

Fræðsluráð fagnar verkefninu Allir með! sem hefur vakið jákvæða athygli um allt land í vetur. Ráðið telur mikilvægt að gert verði ráð fyrir fjármagni til verkefnisins í fjárhagsáætlunum sveitarfélagsins til framtíðar og vísar erindinu til fjárhagsáætlunarvinnu.

5. Ársskýrsla FFGÍR 2020-2021 (2021060013)

Anita Engley Guðbergsdóttir verkefnastjóri kynnti ársskýrslu FFGÍR fyrir árið 2020-2021.

Fræðsluráð þakkar fyrir góða kynningu.

Fylgigögn:

Ársskýrsla FFGÍR 2020-2021

6. Fundargerðir neyðarstjórnar (2021010061)

Fundargerðir lagðar fram.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða fundargerðir neyðarstjórnar á vef Reykjanesbæjar


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. júní 2021.