349. fundur

14.01.2022 08:15

349. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn þann 14. janúar 2022 kl. 08:15

Viðstaddir: Valgerður Björk Pálsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Andri Örn Víðisson, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Íris Ósk Kristjánsdóttir.
Friðþjófur Helgi Karlsson fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Hanna Lísa Einarsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, María Petrína Berg fulltrúi leikskólastjóra, Áslaug Unadóttir fulltrúi leikskólakennara.
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Skólastarf í upphafi árs (2022010046)

Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi og Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi fóru yfir stöðuna í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar við upphaf skólastarfs eftir jólafrí, smitrakningar og fyrirkomulag bólusetninga barna í sveitarfélaginu.

2. Ungmennaþing Reykjanesbæjar (2020021548)

Hjörtur Magni Sigurðsson verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags mætti á fundinn og kynnti framkvæmd og niðurstöður ungmennaþings sem haldið var í Reykjanesbæ 7. október 2021. Ungmennaþingið er hluti af öðru skrefi innleiðingar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Um 60 börn í 8., 9. og 10. bekk úr öllum grunnskólum Reykjanesbæjar voru skráð til þátttöku á þinginu. Viðfangsefni þingsins var tvíþætt, annars vegar fræðsla og hins vegar vinnuhópar þar sem staða ungmenna í sveitarfélaginu var rædd. Fulltrúar í ungmennaráði Reykjanesbæjar voru umræðustjórar í vinnuhópunum þar sem margt áhugavert kom fram.

Fræðsluráð þakkar fyrir góða kynningu og óskar eftir að fá kynningu á aðgerðaáætlun þegar hún liggur fyrir.

Fylgigögn:

Ungmennaþing - framkvæmd
Ungmennaþing - niðurstöður

3. ÍSAT - íslenska sem annað tungumál (2022010230)

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri í íslensku sem öðru máli, mætti á fundinn og kynnti helstu verkefni í ÍSAT (íslenska sem annað tungumál) og fór yfir fjölda nemenda með fjölbreyttan tungumála- og menningarlegan bakgrunn í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar.

Fylgigögn:

Nemendur með fjölbreytta tungumála- og menningarbakgrunn í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar 2021-2022

4. Mælaborð fræðslusviðs (2021050208)

Jóhann Sævarsson rekstrarfulltrúi mætti á fundinn og fór yfir þróun mælaborða á fræðslusviði.

5. Staðan í Myllubakkaskóla (2021050174)

Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs gerði grein fyrir stöðu mála varðandi húsnæði Myllubakkaskóla.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:18. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. janúar 2022.