16.09.2020 15:00

12. fundur framtíðarnefndar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 16. september 2020 kl. 15:00

Viðstaddir: Kolbrún Jóna Pétursdóttir formaður, Andri Örn Víðisson, Styrmir Gauti Fjeldsted, Súsanna Björg Fróðadóttir, Ríkharður Ibsensson, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Betri Reykjanesbær (2019100329)

Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir, deildarstjóri Þjónustu og þróunar, mætti á fundinn og kynnti tillögu um breytingar á verklagi vegna vefsins Betri Reykjanesbær.

Framtíðarnefnd samþykkir tillöguna með framkomnum breytingum og leggur til að gert verði ráð fyrir fjármagni í verkefnið við gerð fjárhagsáætlunar 2021-2024.

2. Atvinnuþróunarstefna Reykjanesbæjar (2020010477)

Sigurgestur Guðlaugsson, verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar, mætti á fundinn og sagði frá vinnu við atvinnuþróunarstefnu Reykjanesbæjar.

Framtíðarnefnd tekur undir áhyggjur annarra Suðurnesjamanna um stöðu atvinnulífs á svæðinu og afkomu íbúa. Afleiðingar heimsfaraldurs með fækkun ferðamanna til landsins hafa haft veruleg áhrif á íbúa Suðurnesja og eru allar líkur á að veturinn verði þungur hjá íbúum svæðisins. Skorar framtíðarnefnd Reykjanesbæjar á ríkisstjórn Íslands og þingmenn svæðisins að eiga frekari samtöl við sveitarstjórnarmenn og atvinnulífið um lausnir á vandanum. Fjölmörg verkefni eru komin nógu langt til að vera vel til þess fallin að gefið verði í og hafist handa við að koma þeim í framkvæmd.

3. Uppbygging innviða fyrir rafbíla í Reykjanesbæ (2020090208)

Halldóra G. Jónsdóttir, aðstoðarmaður bæjarstjóra, fór yfir hugmyndir um uppbyggingu innviða fyrir rafbíla í Reykjanesbæ.

Framtíðarnefnd mun vinna málið áfram.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:55. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. október 2020.