15. fundur

16.12.2020 15:00

15. fundur framtíðarnefndar Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn þann 16. desember 2020 kl. 15:00

Viðstaddir: Kolbrún Jóna Pétursdóttir formaður, Andri Örn Víðisson, Styrmir Gauti Fjeldsted, Súsanna Björg Fróðadóttir, Ríkharður Ibsensson, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Landsskipulagsstefna 2015-2026 – viðauki (2020110267)

Framtíðarnefnd gerir ekki athugasemdir við viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026.

Í 5. kafla landsskipulagsstefnunnar er þess krafist að í aðalskipulagi sveitarfélaga verði mörkuð stefna um loftslagsmál sem felur í sér stefnu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá byggð, samgöngum og landnotkun og að auka kolefnisbindingu með kolefnishlutleysi að leiðarljósi. Vinna við loftslags- og umhverfisstefnu Reykjanesbæjar er langt komin og er hún í samræmi við þær kröfur. Í drögunum að loftslags- og umhverfisstefnu eru markmið Reykjanesbæjar að stuðla að öflugri vöktun loftslagsmála innan sveitarfélagsins, minnka losun gróðurhúsalofttegunda töluvert og að vinna í átt að kolefnishlutleysi, eiga samvinnu við fyrirtæki í bænum um minni losun gróðurhúsalofttegunda og einnig að stefna að því að framkvæmdir á vegum bæjarins taki mið af framtíðarloftslagsvá og lágmarki losun gróðurhúsalofttegunda. Stefnir Reykjanesbær m.a. að því að ná 30% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 og að kolefnishlutleysi verði náð fyrir árið 2040.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026

2. Heimsmarkmiðin og Suðurnesjavettvangur – málefnafundur og staða verkefnis (2019051904)

Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra fór yfir niðurstöðu íbúafundar þann 12. nóvember, stöðu verkefna og næstu skref. Íbúafundur Suðurnesjavettvangs gekk mjög vel en um 140 íbúar af svæðinu tóku þátt í umræðum í fjórum málefnaflokkum. Stýrihópur verkefnisins mun halda áfram að vinna fyrir hönd sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Isavia, Kadeco og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum að verkefnum og tillögum sem urðu til á fundinum og styðja við innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Fimm ráðherrar ávörpuðu fundinn og fögnuðu þeir allir framtakinu og samstöðu Suðurnesjamanna og hétu stuðningi sínum.

3. Umhverfisstefna og sjálfbærnimál - næstu skref (2020021391)

Sameiginlegur fundur framtíðarnefndar og umhverfis- og skipulagsráðs var haldinn 9. desember sl. þar sem farið var yfir drögin að stefnunni. Nefndirnar áforma að skila af sér stefnunni til annarra ráða og nefnda bæjarins í lok janúar 2021 til umsagnar.

4. Fundargerðir neyðarstjórnar (2020030192)

Fundargerðir lagðar fram.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða fundargerðir neyðarstjórnar á vef Reykjanesbæjar


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. janúar 2021.