18. fundur

17.03.2021 15:00

18. fundur framtíðarnefndar Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn þann 17. mars 2021 kl. 15:00

Viðstaddir: Kolbrún Jóna Pétursdóttir formaður, Andri Örn Víðisson, Styrmir Gauti Fjeldsted, Súsanna Björg Fróðadóttir, Hanna Björg Konráðsdóttir, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Framfaravog sveitarfélaganna 2020 (2019051066)

Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi mætti á fundinn og kynnti niðurstöður Framfaravogar sveitarfélaga 2020 fyrir Reykjanesbæ.

Með því að smella hér má skoða niðurstöður Framfaravogar sveitarfélaga 2020

2. Uppbygging innviða fyrir rafbíla í Reykjanesbæ (2020090208)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs og Gunnar Ellert Geirsson deildarstjóri umhverfismála mættu á fundinn og fóru yfir stöðu greiningarvinnu vegna uppbyggingar innviða fyrir rafbíla í Reykjanesbæ.

3. Umhverfis- og loftslagsstefna Reykjanesbæjar (2020021391)

Framtíðarnefnd og umhverfis- og skipulagsráð hafa unnið saman að gerð nýrrar umhverfis- og loftslagsstefnu Reykjanesbæjar og voru drög að stefnunni send til umsagnar hjá nefndum og ráðum sveitarfélagsins ásamt Kölku sorpeyðingarstöð sf.

Framtíðarnefnd þakkar barnaverndarnefnd, fræðsluráði, velferðarráði, menningar- og atvinnuráði, lýðheilsuráði, íþrótta- og tómstundaráði, stjórn Reykjaneshafnar, öldungaráði og Kölku sorpeyðingarstöð fyrir yfirferð og umsagnir um umhverfis- og loftslagsstefnu Reykjanesbæjar.

Umsagnir og athugasemdir þessar munu nýtast vel við gerð aðgerðaáætlunar sem unnin verður í framhaldi af samþykkt stefnunnar.

Framtíðarnefnd samþykkir að senda umhverfis- og loftslagsstefnuna til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

4. Þjónustu- og gæðastefna Reykjanesbæjar - drög til umsagnar (2021020193)

Drög að þjónustu- og gæðastefnu Reykjanesbæjar lögð fram. Bæjarráð óskar eftir umsögn um stefnuna.

Framtíðarnefnd lýsir yfir ánægju með vel unna stefnu og gerir engar athugasemdir við hana.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. apríl 2021.