23.10.2019 15:00

2. fundur framtíðarnefndar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 23. október 2019 kl. 15:00

Viðstaddir: Andri Örn Víðisson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Ríkharður Ibsen, Styrmir Gauti Fjeldsted, Súsanna Björg Fróðadóttir, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Stytting vinnuvikunnar (2019100323)

Samþykkt að vinna málið áfram. Bæjarstjóra er falið að koma með tillögur að mögulegri útfærslu.

Fylgigögn:

Skýrsla um tilraunaverkefni BSRB og Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar
Skýrsla um tilraunaverkefni BSRB og Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar, 2. áfangi
Vefsíða Hugsmiðjunnar - Minni vinna og allir vinna!
Kjarninn.is - Styttri vinnutími eða sveigjanlegri? - Grein eftir Sonju Ýri Þorbergsdóttur, formann BSRB 

2. Framtíðin í sorpmálum - hvert viljum við stefna? (2019050814)

Framtíðarnefnd samþykkir að móta framtíðarsýn í sorpmálum sem hluta af umhverfisstefnu Reykjanesbæjar sem nú er til endurskoðunar.

Fylgigögn:

Heimsókn til Kristiansand - samantekt

3. Íbúalýðræði (2019100329)

Framtíðarnefnd mun leita leiða til að útfæra stafrænar lausnir fyrir hverfaskipt íbúasamráð.

Fylgigögn:

Hverfisráð - upplýsingar og svör frá öðrum sveitarfélögum
Hverfisráð Reykjavíkurborgar - tillögur stýrihóps

4. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (2019051904)

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri fór yfir málið.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:55. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar þann 5. nóvember 2019.