20. fundur

19.05.2021 15:00

20. fundur framtíðarnefndar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 19. maí 2021 kl. 15:00

Viðstaddir: Kolbrún Jóna Pétursdóttir formaður, Andri Örn Víðisson, Styrmir Gauti Fjeldsted, Súsanna Björg Fróðadóttir, Ríkharður Ibsen, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Betri Reykjanesbær - hugmyndir (2019100329)

Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir, deildarstjóri þjónustu og þróunar mætti á fundinn.

Framtíðarnefnd fór yfir hugmyndir sem íbúar Reykjanesbæjar sendu inn í hugmyndasöfnun á vefnum Betri Reykjanesbær og valdi þær hugmyndir sem kosið verður um í rafrænni íbúakosningu sem fer fram dagana 30. maí til 6. júní nk. Margar góðar hugmyndir komu fram en samtals voru sendar inn 93 hugmyndir og er íbúum þökkuð frábær þátttaka. Nokkrar hugmyndir uppfylltu ekki skilyrði hugmyndasöfnunarinnar en verður komið áfram til skoðunar hjá þeim sviðum Reykjanesbæjar sem fara með viðkomandi málaflokk.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða hugmyndir sem bárust í hugmyndasöfnun á Betri Reykjanesbæ

2. Umhverfis- og sjálfbærnimál Reykjanesbæjar (2021010385)

Auglýst hefur verið eftir sjálfbærnifulltrúa í gegnum vinnumarkaðsúrræði Vinnumálastofnunar. Hlutverk hans verður að hafa umsjón og forystu um stefnu og aðgerðaáætlun sem tengjast umhverfis- og sjálfbærnimálum út frá nýrri umhverfis- og loftslagsstefnu Reykjanesbæjar, hafa heildarsýn yfir málaflokkinn ásamt því að styðja við þau verkefni sem tengjast honum þvert á svið og einingar Reykjanesbæjar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. júní 2021.