22. fundur

18.08.2021 15:00

22. fundur framtíðarnefndar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 18. ágúst 2021 kl. 15:00

Viðstaddir: Kolbrún Jóna Pétursdóttir formaður, Andri Örn Víðisson, Súsanna Björg Fróðadóttir, Ríkharður Ibsen, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Sjálfbærni Reykjanesbæjar (2021010385)

Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi Reykjanesbæjar mætti á fundinn og kynnti verkefni sjálfbærnifulltrúa. Helsta verkefnið er að vinna að aðgerðaáætlun til að ná þeim markmiðum sem ný umhverfis- og loftslagsstefna setur fram. Anna Karen hóf störf í júní sl. og er ráðin tímabundið út árið 2021.

Framtíðarnefnd telur mikilvægt að málaflokknum verði tryggður áframhaldandi farvegur og honum fylgt vel eftir þannig að fókus á umhverfis- og loftslagsmál verði skýr og Reykjanesbær leggi sitt af mörkum til þessa mikilvæga málaflokks til framtíðar.

Fylgigögn:

Verkefni sjálfbærnifulltrúa - kynning

2. Stafræn þjónusta (2019110248)

Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir, deildarstjóri þjónustu og þróunar, mætti á fundinn og fór yfir stöðu mála varðandi stafræna þjónustu hjá sveitarfélaginu.

3. Betri Reykjanesbær (2019100329)

Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir, deildarstjóri þjónustu og þróunar, mætti á fundinn og kynnti framgang verkefna sem voru hlutskörpust í íbúakosningu á vefnum Betri Reykjanesbær.

4. Uppbygging innviða fyrir rafbíla í Reykjanesbæ (2020090208)

Til að styðja enn frekar við framgang einnar af meginstefnuáherslum Reykjanesbæjar, „Vistvænt samfélag“, nýja umhverfis- og loftslagsstefnu og innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna telur framtíðarnefnd að styrkja þurfi uppbyggingu á innviðum fyrir rafbílavæðingu í Reykjanesbæ. Framtíðarnefnd leggur til að Reykjanesbær setji á fót sjóð sem húsfélög fjölbýlishúsa geti sótt í til að koma upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla. Leitað verði eftir samstarfi við HS Veitur og lagt til að framlag frá hvorum aðila verði 6 milljónir kr. á ári. Úthlutað verði úr sjóðnum árlega 12 milljónum króna sem er sambærileg upphæð og t.a.m. Reykjavíkurborg og Akranes hafa lagt í slíka sjóði í hlutfalli við íbúafjölda.

5. Suðurnesjavettvangur (2019051904)

Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra fór yfir verkefni og fund Suðurnesjavettvangs sem haldinn var um miðjan júní. Á fundinum var farið yfir niðurstöðu tveggja ára samstarfs sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Kadeco, Isavia og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum við innleiðingu verkefna sem styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Vonir standa til að áframhald verði á samstarfinu og samvinna um þau verkefni sem vettvangurinn hefur skilgreint.

Fylgigögn:

 Samantekt frá fundi Suðurnesjavettvangs í júní 2021

6. Sveitarfélög í breyttu umhverfi (2021080260)

Lögð fram skýrsla Framtíðarseturs Íslands, Sveitarfélög í breyttu umhverfi, þar sem fjallað er um framtíðaráskoranir sveitarfélaga og þær breytingar sem orðið hafa vegna áhrifa COVID-19 faraldursins. Tilgangur skýrslunnar er að örva umræðuna um þær áskoranir sem sveitarfélög í landinu þurfa að taka afstöðu til.

Framtíðarnefnd mun hafa þessar framtíðaráskoranir í huga við sína vinnu og áherslur á komandi mánuðum.

Fylgigögn:

 Sveitarfélög í breyttu umhverfi - skýrsla

7. Menntastefna Reykjanesbæjar – drög til umsagnar (2020010070)

Drög að menntastefnu Reykjanesbæjar 2021-2030 voru kynnt á fundi framtíðarnefndar í júní sl. og lögð fram beiðni frá fræðsluráði um umsögn.

Framtíðarnefnd þakkar fyrir og fagnar nýrri menntastefnu sem er vel og faglega unnin. Sérstaklega er ánægjuleg sú áhersla sem lögð er á umhverfismál og sjálfbærni. Tekur framtíðarnefnd undir með lýðheilsuráði að mikilvægt sé að fylgja stefnuáherslum eftir með aðgerðaáætlun og að stefnan verði vel kynnt fyrir íbúum sveitarfélagsins.

8. Fundargerðir neyðarstjórnar (2021010061)

Fundargerðir lagðar fram.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða fundargerðir neyðarstjórnar á vef Reykjanesbæjar


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 24. ágúst 2021.