23. fundur

30.09.2021 15:00

23. fundur framtíðarnefndar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 30. september 2021 kl. 15:00

Viðstaddir: Kolbrún Jóna Pétursdóttir formaður, Andri Örn Víðisson, Styrmir Gauti Fjeldsted, Súsanna Björg Fróðadóttir, Ríkharður Ibsen, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Sjálfbærar borgir - staðall (2021010385)

Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi mætti á fundinn og kynnti ISO37120 staðal World Council on City Data (WCCD) fyrir sjálfbærar borgir en staðallinn mælir þjónustuveitingu borga/sveitarfélaga.

2. Framfaravog sveitarfélaganna - niðurstöður 2020 (2019051066)

Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi mætti á fundinn og fór yfir greiningu á niðurstöðum Reykjanesbæjar í Framfaravog sveitarfélaga 2020.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða niðurstöður Reykjanesbæjar í Framfaravog sveitarfélaga

3. Atvinnuþróunarstefna Reykjanesbæjar - tillaga að nálgun (2020010477)

Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar mætti á fundinn og kynnti tillögu að nálgun við gerð nýrrar atvinnuþróunarstefnu og aðkomu framtíðarnefndar að þeirri vinnu.

4. Framtíðaráskoranir sveitarfélaga (2021080260)

Í samantekt Framtíðarseturs Íslands, Sveitarfélög í breyttu umhverfi, er fjallað um framtíðaráskoranir sveitarfélaga og þær breytingar sem hafa orðið vegna áhrifa COVID-19 faraldursins. Samantektin er ætluð sem umræðuskjal og er tilgangurinn að skapa umræðu um nokkrar áskoranir sem sveitarfélög standa frammi fyrir.

Tilgreindar eru ellefu áskoranir:

• Snjallvæðing
• Lýðræðisleg þátttaka íbúa
• Menntun og skólamál
• Félagslegar áskoranir
• Fjárfestingar og rekstur sveitarfélaga
• Störf án staðsetningar
• Samskipti ríkis og sveitarfélaga
• Samstaða, samstarf og sameiningar sveitarfélaga
• Umhverfis- og loftslagsmál
• Ungt fólk og aldurssamsetning íbúa
• Fjölmenningarsamfélög

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða samantektina "Sveitarfélög í breyttu umhverfi" á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga

5. Framtíðarsýn Duus safnahúsa (2021050281)

Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar óskar eftir athugasemdum um framtíðarsýn Duus safnahúsa.

Framtíðarnefnd lýsir yfir ánægju með framtíðarsýn Duus safnahúsa og gerir engar athugasemdir við hana.


Framtíðarnefnd samþykkir að bæta eftirfarandi máli á dagskrá:

6. Betri Reykjanesbær – skautasvell í skrúðgarði (2019100329)

Guðlaug María Lewis menningarfulltrúi mætti á fundinn og kynnti tillögu um að setja upp skautasvell í skrúðgarðinum. Í hugmyndasöfnun sem fór fram á íbúavefnum Betri Reykjanesbæ var hugmynd um ævintýralegt leiksvæði í skrúðgarðinum ein af þeim hugmyndum sem fengu flest atkvæði og yrði skautasvellið hluti af því.

Framtíðarnefnd samþykkir að kostnaður vegna kaupa á búnaði fyrir skautasvell verði tekinn af fjárveitingu vegna hugmyndasöfnunar á Betri Reykjanesbæ. Menningarfulltrúa og aðstoðarmanni bæjarstjóra er falið að vinna málið áfram.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. október 2021.