17.11.2021 15:00

25. fundur framtíðarnefndar Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn þann 17. nóvember 2021 kl. 15:00

Viðstaddir: Kolbrún Jóna Pétursdóttir formaður, Andri Örn Víðisson, Styrmir Gauti Fjeldsted, Súsanna Björg Fróðadóttir, Ríkharður Ibsen, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Betri Reykjanesbær (2019100329)

Berglind Ásgeirsdóttir garðyrkjufræðingur hjá umhverfismiðstöð mætti á fundinn og kynnti tillögu að þrautabraut við Kamb í Innri-Njarðvík sem tengist einni af þeim hugmyndum sem fengu mestan stuðning í hugmyndasöfnun á Betri Reykjanesbæ.

Framtíðarnefnd líst vel á tillöguna og leggur til að kostnaður vegna þrautabrautar í Innri-Njarðvík verði tekinn af fjárveitingu vegna hugmyndasöfnunar á Betri Reykjanesbæ, svo framarlega sem það rúmast innan þess ramma. Málinu er vísað til afgreiðslu bæjarráðs þegar endanleg kostnaðaráætlun er tilbúin.

2. Sjálfbærar borgir - ISO staðall 37120 (2021010385)

Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi mætti á fundinn og fór yfir nálgun Reykjanesbæjar á ISO37120 staðal World Council on City Data (WCCD) fyrir sjálfbærar borgir. Staðallinn mælir þjónustuveitingu borga og sveitarfélaga.

Framtíðarnefnd leggur til að Reykjanesbær hætti þátttöku í Framfaravoginni og taki upp mælingar í samræmi við ISO37120 staðalinn. Málinu er vísað til bæjarráðs.

3. Umhverfis- og loftslagsstefna Reykjanesbæjar - aðgerðaáætlun (2020021391)

Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi mætti á fundinn og gerði grein fyrir vinnu við aðgerðaáætlun umhverfis- og loftslagsstefnu Reykjanesbæjar fyrir árið 2022.

Framtíðarnefnd hvetur til að hraðað verði greiningu og framkvæmd á ledvæðingu sveitarfélagsins í samræmi við umhverfis- og loftslagsstefnu Reykjanesbæjar.

4. Úrgangsmál - þjónustusamningur við Kölku (2021110335)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn og kynnti tillögur að áherslum vegna væntanlegs þjónustusamnings Reykjanesbæjar við Kölku.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. desember 2021.