29. fundur

16.03.2022 15:00

29. fundur framtíðarnefndar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 16. mars 2022 kl. 15:00

Viðstaddir: Kolbrún Jóna Pétursdóttir formaður, Andri Örn Víðisson, Styrmir Gauti Fjeldsted, Súsanna Björg Fróðadóttir, Ríkharður Ibsen.

Að auki sátu fundinn Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Vefurinn visitreykjanesbaer.is (2021110285)

Nýr ferða- og upplýsingavefur Reykjanesbæjar, visitreykjanesbaer.is, var opnaður formlega 17. febrúar sl. Vefurinn er opinn vettvangur fyrir íbúa og ferðamenn en þar er hægt að sjá yfirlit yfir alla viðburði og afþreyingu sem boðið er upp á hverju sinni. Fyrirtæki, stofnanir og félög geta auglýst viðburði sína á viðburðadagatali síðunnar og þar með veitt íbúum betri aðgang að því sem er á döfinni í samfélaginu.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða vefinn visitreykjanesbaer.is
Leiðbeiningar fyrir innsetningu viðburða á visitreykjanesbaer.is
Instructions for the event calendar form on visitreykjanesbaer.is

2. Samræmd móttaka flóttafólks (2022020555)

Ásta Kristín Guðmundsdóttir, teymisstjóri alþjóðlegrar verndar, mætti á fundinn og gerði grein fyrir stöðu mála varðandi þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd og samræmda móttöku flóttafólks. Samningur sem gerður var við félagsmálaráðuneytið um móttöku, aðstoð og þjónustu við flóttafólk gildir til 31. mars 2022 en í undirbúningi er endurskoðun samningsins.

3. Orkuskipti í Reykjanesbæ (2020090208)

Gunnar Ellert Geirsson deildarstjóri umhverfismála mætti á fundinn og fór yfir stöðuna varðandi orkuskipti í Reykjanesbæ.

4. Upplýsingaöryggisstefna Reykjanesbæjar - drög til umsagnar (2022021198)

Bæjarráð vísaði drögum að upplýsingaöryggisstefnu Reykjanesbæjar til annarra nefnda og ráða sveitarfélagsins til umsagnar.

Framtíðarnefnd lýsir yfir ánægju með upplýsingaöryggisstefnuna í heild. Starfsmanni nefndarinnar er falið að koma ábendingu á framfæri.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. apríl 2022.