8. fundur

22.04.2020 11:00

8. fundur framtíðarnefndar Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn þann 22. apríl 2020 kl. 11:00

Viðstaddir: Kolbrún Jóna Pétursdóttir formaður, Andri Örn Víðisson, Ríkharður Ibsen, Súsanna Björg Fróðadóttir, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Viðbrögð Reykjanesbæjar vegna COVID-19 (2020030360)

Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi mætti á fundinn og kynnti stöðuna og viðbrögð Reykjanesbæjar vegna COVID-19 faraldursins.

Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir, deildarstjóri Þjónustu og þróunar mætti á fundinn og fór yfir hvernig Reykjanesbær er í stakk búinn til að taka þeim áskorunum sem samkomubann og skyndileg krafa um aukna stafræna þjónustu við bæjarbúa eru.

Framtíðarráð lýsir yfir ánægju með viðbrögð Reykjanesbæjar við COVID-19 faraldrinum og er reiðubúið til samstarfs við Þjónustu og þróun um mörkun frekari stefnu í stafrænni þjónustu.

Fylgigögn:

Viðbragðsáætlun Reykjanesbæjar vegna COVID-19
Þjónusta hjá Þjónustu og þróun á tímum COVID-19

2. Loftslagsmál (2020040247)

Rætt um tillögur sem liggja fyrir varðandi nálgun að vinnu að nýrri umhverfisstefnu Reykjanesbæjar.

Fylgigögn:

Með því að smella á þennan tengil opnast grein um loftslagsmál á vef Umhverfisstofnunar Evrópu
Með því að smella á þennan tengil opnast grein um sjálfbærni og loftslagslausnir á vef Kjarnans

3. Heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (2019051904)

Farið yfir stöðuna á vinnu við innleiðingu heimsmarkmiðanna.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. maí 2020.