12. fundur

26.08.2020 08:30

12. fundur menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 26. ágúst 2020, kl. 08:30

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Arnar Páll Guðmundsson, Eydís Hentze Pétursdóttir, Sigrún Inga Ævarsdóttir, Trausti Arngrímsson, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Kynning á starfsemi Byggðasafnsins (2020080331)

Á fundinn mætti Eiríkur Páll Jörundsson forstöðumaður Byggðasafnsins og kynnti starfsemi safnsins. Ráðið þakkar fyrir greinagóða skýrslu og hvetur forstöðumanninn áfram í stefnumótun safnsins.

Fylgigögn:

Byggðasafn, hlutverk, markmið og tækifæri

2. Atvinnuleysistölur (2020010478)

Á fundinn mætti Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar og fór yfir málið.
Atvinnuleysi í Reykjanesbæ í júlí mældist 18,5%. Alls voru 2.336 án vinnu og 328 á hlutabótaleið. Helmingur þeirra sem nú eru atvinnulausir höfðu bein störf í ferðaþjónustu eða flugsamgöngum. Í ljósi fregna síðustu vikna má gera ráð fyrir að þessi fjöldi muni aukast enn frekar. Bæði eru uppsagnarfrestir margra þeirra sem sagt hafði verið upp í maí að renna út núna í ágúst, auk þess sem endurráðningar vegna vonar um aukin umsvif í flugi og ferðaþjónustu munu nú ganga til baka. Menningar- og atvinnuráð skorar á allt atvinnulíf jafnt sem stjórnvöld að sækja fram og halda efnahagslegum áhrifum af Covid 19 í lágmarki. Menningar- og atvinnuráð ítrekar þá skoðun sína að mikilvægt er að fjármunir ríkisins fari þangað sem þörfin er mest, þ.e. á Suðurnesin.

3. Skýrsla vegna sumarátaksverkefni (2020040083)

Á fundinn mætti Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar og fór yfir skýrslu vegna sumarátaksverkefnis. Þann 14. maí síðastliðinn samþykkti bæjarráð að auka við framboð sumarstarfa í Reykjanesbæ. Annars vegar var um að ræða þátttöku í úrræði stjórnvalda um sumarstörf fyrir námsmenn, en auk þess var öllum ungmennum fæddum árið 2003 og yngri boðin vinna við Vinnuskóla Reykjanesbæjar.
Það er skemmst frá því að segja að öllum þeim ungmennum sem uppfylltu skilyrði þessara tveggja úrræða og sóttu um starf hjá Reykjanesbæ í sumar, bauðst að starfa hjá bænum.
Samanlagður fjöldi ungmenna í störfum á vegum Reykjanesbæjar var 958 í júlí. Þar af voru 235 námsmenn í sumarstörfum og 723 í vinnuskóla eða sérstökum garðyrkjuhópi á vegum umhverfismiðstöðvar. Þetta er mikil aukning frá árinu 2019 en þá voru 446 ungmenni að störfum hjá Reykjanesbæ.

4. Aðgangseyrir á söfn (2020050303)

Ráðið leggur til að áfram verði ókeypis verði á söfn bæjarins til áramóta.

5. Hugmyndir frá Betri Reykjanesbær (2020060548)

a. Opna aftur Landnámsdýragarðinn
Menningar- og atvinnuráð þakkar framkomna hugmynd og verður hún tekin til skoðunar á fjárhagsáætlun næsta árs.
b. Tjaldsvæði
Menningar- og atvinnuráð þakkar framkomna hugmynd og verður hún tekin til skoðunar á fjárhagsáætlun næsta árs.
c. Ferðaþjónusta
Menningar- og atvinnuráð þakkar framkomna hugmynd. Hugmyndinni verður vísað til Markaðsstofu Reykjaness.
d. Viðburðir
Menningar- og atvinnuráð þakkar framkomna hugmynd. Súlan stendur nú þegar fyrir töluverðum fjölda viðburða. Ráðið fagnar öllum hugmyndum um viðburði og verða þær teknar til skoðunar.
e. Nýsköpunarsumarnámskeið
Menningar- og atvinnuráð þakkar framkomna hugmynd, ákveðin hugmyndavinna hefur þegar átt sér stað og verður tekin til skoðunar á fjárhagsáætlun næsta árs.
f. Göngu og sögu app
Menningar- og atvinnuráð þakkar framkomna hugmynd.
g. Vistvæn matvælaframleiðsla í Helguvík
Menningar- og atvinnuráð þakkar framkomna hugmynd. Verið er að vinna í atvinnuþróunarstefnu og verður hugmyndinni komið í þann farveg.
h. Kort af Reykjanesbæ
Menningar- og atvinnuráð þakkar framkomna hugmynd. Kortin eru nú þegar til og eru staðsett víða um bæinn.
i. Opna Fablab verksmiðju í Reykjanesbæ
Menningar- og atvinnuráð þakkar framkomna hugmynd. Hugmyndinni verður komið á framfæri við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
j. Afsláttur til tónlistar- og annarra listamanna
Menningar- og atvinnuráð þakkar framkomna hugmynd. Félög hafa þegar haft afnot af húsnæði og veittir eru menningarstyrkir árlega.
k. Sjóböð og pottar fyrir ofan Skessuhellir (grillstæði)
Menningar- og atvinnuráð þakkar framkomna hugmynd. Hugmyndinni er vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
l. Hopp rafmagnshlaupahjól
Menningar- og atvinnuráð þakkar framkomna hugmynd. Þetta verkefni fellur ekki að ætlun ráðsins og getur því ekki orðið að veruleika. Ráðið hvetur einkaaðila til að taka upp hugmyndina.
m. Ástar lása grindverk á göngustíg við sjóinn
Menningar- og atvinnuráð þakkar framkomna hugmynd. Hugmyndin verður tekin til skoðunar.

Ráðið samþykkir að taka eftirfarandi mál á dagskrá:

6. Atvinnuþróunarstefna (2019100481)

Á fundinn mætti Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar og sagði frá áætlun um stefnumótun í atvinnuþróun. Stefnt er að því að stefnan verði tilbúin til samþykktar á vormánuðum.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. september 2020.