25. fundur

04.10.2021 08:15

25. fundur menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Gömlu búð 4. október 2021, kl. 08:15

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Arnar Páll Guðmundsson, Eydís Hentze Pétursdóttir, Trausti Arngrímsson, Sigrún Inga Ævarsdóttir, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar verkefnastofu og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.

1. Fjárhagsáætlun 2022 (2021060488)

Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar fór yfir fjárhagsáætlun fyrir 2022.

2. Vestnorden (2021010633)

Þann 5.-7. október nk. mun VestNorden kaupráðstefnan verða haldin í Reykjanesbæ.

Ferðamálasamtök Norður-Atlantshafsins (NATA), sem er samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála, standa að Vestnorden. Löndin þrjú skipta með sér umsjón með ferðakaupstefnunni en hún er haldin annað hvert ár á Íslandi. Um er að ræða stærsta viðburðinn sem haldinn er í ferðaþjónustu á Íslandi.

Á kaupstefnunni verða samankomin öll helstu ferðaþjónustufyrirtæki á landinu til að kynna vöruframboð sitt fyrir erlendum ferðaþjónustuaðilum sem sækja kaupstefnuna. Reiknað er með yfir 530 þátttakendum, þar af 400 erlendis frá. Sem hluti af Reykjanes UNESCO Geopark, býður Reykjanesbær upp á fjölbreytta upplifun og afþreyingu hvort heldur sem er í gegnum söfn sín og menningu eða ægifagra náttúru.

Íslandsstofa er framkvæmdaraðili Vestnorden þegar hún er haldin hér á landi, en hún verður að þessu sinni haldin í góðu samstarfi við Markaðsstofu Reykjaness, Reykjanesbæ og aðra hagsmunaaðila, enda um stóran viðburð að ræða.

Menningar- og atvinnuráð fagnar komu VestNorden til Reykjanesbæjar.

3. Aðventugarðurinn (2021090523)

Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar fór yfir tillögu um að setja upp skautasvell í skrúðgarðinum. Í hugmyndasöfnun sem fór fram á íbúavefnum Betri Reykjanesbær kom tillaga um að gera skrúðgarðinn að ævintýralegu leiksvæði en fékk sú hugmynd flest atkvæði. Til stendur að tengja þessa hugmynd við verkefnið Aðventugarðurinn. Erindið var lagt fyrir framtíðarnefnd sem hefur samþykkt að kostnaður vegna kaupa á búnaði fyrir skautasvell verði tekin af fjárveitingum vegna hugmyndasöfnunar á Betri Reykjanesbæ.

Menningar- og atvinnuráð fagnar þessu framtaki.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. október 2021.